Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Lína Langsokkur 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Auðvitað var ég neydd í bíó með litlu systur minni á línu Langsokk, þessa tvo leiðinlegustu klukkutíma ævi minnar fór ég að velta því fyrir mér af hvað ég hefði gert til að verðskulda þessar pyndingar. Sennilega leið systur minni eins því hún sofnaði og hún er fimm ára. Seinna fengum við spóluna í pulsupakka en hún liggur núna inni í spóluskáp og safnar ryki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá ég hef aldrei grenjað svona mikið yfir mynd, reyndar er þetta önnur myndin af tveimur sem ég hef tárfellt yfir (hitt skiptið var þegar ég horfði á Titanic í níunda skiptið í alveg rosalegu viðkvæmnisstuði). Anna Chlumsky og Macaulay Culkin eru (eða voru) algjörar dúllur og sýna frábæran leik. Fjórar stjörnur (grát grát).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pokémon 2000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ æ, er þetta pokemon ekki búið að syngja sitt síðasta? Litla systir mín skemmti sér vel og þess vegna gef ég myndinni tvær stjörnur. Myndin fjallar um einhvern strák, Ash held ég, og hann er á einhverju ferðalagi, sem virðist gersamlega tilgangslaust. Hann og vinir hans, sem virðast lifa fyrir hann, fara á einhverja eyju og þar er þeim sagt að Ash eigi að bjarga heiminum með því að setja einhverja kúlu í stallinn sinn (ó, þu ert hinn útvaldi, kúlan helga getur aðeins glóð í þínum höndum, bla bla bla) því einhverjir brjálaðir fuglar eru að rústa öllu. Með þessari vitleysu spinnst pínuponsulítil rómantík, eiginlega ekki nein, engin spenna því þetta var svo fyrirsjánlegt og það sem bjargaði myndinni eiginlega var það hvað pokemonarnir eru miklar dúllur, og hvað þessir "vondu kallar" (og konur) eru hrikalega heimsk. Til hvers að láta svona krútt skjóta eldingum á hvort annað og guð má vita hvað? Sum atriði eru bjánaleg, hvernig gat pínulítil gul mús (dúlladúll) haldið uppi meðvitundarlausum strák í öldugangi og ísköldum sjó þangað til þessi Mistí eða hvað hún nú hét kom og bjargaði málunum? Það er nú spurningin. Manneskjurnar eru líka gjörsamlega fullkomnar. Stelpurnar eru eins og barbídúkkur með alltof langar lappir (jæja það hefði kannski ekki komiðjafnvel út í teiknimynd ef hlutföllin væru rétt, en samt), þau synda yfir úfinn sjó án þess að hárið fari úr skorðum, þurfa aldrei að fara á klósettið, raka á sér lappirnar o.s.frv. o.s.frv. Boðskapurinn er afskaplega grunnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bless the Child
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er allt í lagi, Kim Basinger er fín og líka litla stelpan sem leikur Jodie sem er víst Antíkristur eða eitthvað svoleiðis. Bregðuatriðin eru nokkur, ég öskraði nákvæmlega fjórum sinnum (þeir sem ekki eru búnir að sjá myndina ekki lesa lengra), þegar Kim (eða Maggy) kemur inn í herbergi Jodie og allt er yfirfullt af rottum (þá dró ég fæturna upp í stólinn og sat í hnipri það sem eftir var myndarinnar, allur er varinn góður), þegar kerlingin breyttist í púka, þegar kerlingin braut rúðuna á lestinni þegar Kim var að flýja undan henni og þegar sama kerlingin stakk prjónum í augun á góðum kalli. Ég var farin að ókyrrast í seinni helmingnum, mér leiddist einfaldlega, ég þurfti ekki einu sinni að halda í hendina á neinum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blair Witch 2 : Book of Shadows
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér hefur aldrei liðið svona illa í bíó. Ég var alveg ógeðslega hrædd á myndinni sjálfri en ég gef henni þrjár stjörnur fyrir að ég og allir þeir sem voru inni í salnum öskruðu alltaf í bregðuatriðunum. En hvar var andskotans Skuggabókin??!! Ég varð hins vegar ekkert hrædd eftir á og gáði ekki einu sinni undir rúmið þegar ég fór að sofa, annars hefði ég gefið myndinni fjórar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coyote Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir alveg hræðilegum vonbrigðum með þessa mynd, myndin snýst nánast bara um einhverjar stelpur að glenna sig uppi á borði og sprautandi vatni yfir bargesti. Dökkhærða stelpan, hvað sem hún nú heitir, Rachel í myndinni, er sú eina sem sýnir góðan leik að mínu mati. Ég gef hálfa stjörnu fyrir hana og svo eina stjörnu fyrir góða tónlist (Can´t fight the moonlight er ÆÐISLEGT lag). Jæja, ef þér finnst gaman að horfa á gellur dansa uppi á borði og sýna alls konar trix og vilt mjög götóttan söguþráð þá skaltu bara leigja myndina, en það er margt betra hægt að gera fyrir 330 kall, eins og bara....eitthvað!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Lies Beneath
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá vá vá. Ég þori varla að líta í spegil eftir að hafa verið lengi í sturtu að kvöldi til. Ég fór á myndina í bíó með vinkonu minni, því ég þori eki á hryllingsmyndir ein, það gæti verið óþægilegt fyrir sessunaut minn. Vinkona mín sleppti ekki takinu af handleggnum á mér seinni helming myndarinnar og ég var marin á handleggnum eftir myndina (það er ekki djók). Ég hélt ég myndi fá hjartaáfall í magnaðasta bregðuatriði sem ég hef séð í bíó, mér brá svo að ég tók eiginlega ekki eftir afgangnum, en hann var reyndar ekki sérlega merkilegur. Þegar ég vaar komin heim gerði ég dálítið sem ég geri MJÖG sjaldan, ég rannsakaði húsið (undir rúmin, bak við sturtuhengið(brr), bak við gardínurnar, tékkaði á því hvort litlu systkinin önduðu ekki alveg örugglega o.s.frv.) og það sýnir bara hversu scary þetta var. Pfeiffer er þarna í sínu fyrsta góða hlutverki eftir að hún lék Sukie í Nornunum frá Eastwick og Harrison Ford er brilljant leikari eins og hann hefur alltaf verið. Sjáið hana, það er algjört must.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pokémon the First Movie: Mewtwo Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gef þessari mynd tvær og hálfa stjörnu af því litlu systkini mín skemmtu sér vel. Teikningarnar eru fáránlegar, munnarnir hreyfast engan vegin í takt við talið, svo mætti halda að myndin hefði ekki verið teiknuð með krakka í huga, að minnsta kosti eru allar kvenpersónur myndarinnar vaxnar eins og súpermódel. Samt finnst mér pokémonarnir vera ótrúlega mikil krútt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Kina spiser de hunde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld! eÉg hélt að ég væri að fara að horfa á einhverja boring mynd vegna þess að ég hata dönsku, en vá. Myndin er um nördinn Arvid, sem að mati kærustunnar er leiðinlegasti maður í heimi. En svo tekur líf hans alveg ótrúlega stefnu (ekki lesa lengra ef þú ert ekki búinn að sjá myndina), hann rotar bankaræningja og verður hetja, kærastan hans fer frá honum og skilur ekkert eftir nema sjónvarpið og nokkra jarðfasta hluti, hann sættist við hinn vægast sagt klikkaða bróður sinn, þeir og tveir hommar og einhver brjóstumkennanlegur Vuk ræna peningabíl, bræðurnir koma heilli rokkhljómsveit fyrir kattarnef, Arvid hefnir sín á Hanne kærustunni sinni sem er algjör bitch, þeir hafa klikkað indverskt götugengi á eftir sér, missa margar miljónir til vitlausrar kerlingar og ná bankaræningja út úr fangelsi. Nær stanlaus veisla af spennu, húmor og cool endir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Witches of Eastwick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, er virkilega ekki hægt að gefa fleiri en fjórar stjörnur? Ég gef þessari mynd svona tíu. Þetta er besta mynd sem ég hef séð og hef ég séð þær margar, það eina sem mér finnst vanta er smávegis rómantík, en það finnst mér nánast ómissandi í öllum bíómyndum. Jack Nicholsson leikur hér sjálfan Satan, sem kemur til smábæjarins Eastwick undir nafninu Daryl Van Horne, í líki venmjulegs manns. Hann kaupir risa villu og bæjarbúar brjóta heilann um þennan dularfulla aðkomumann. Hann heillar þær Alex, Sukie og Jane (Cher, Michelle Pfeiffer, Susan Sharadon) upp úr skónum, og þá upphefst eldheitur ástarferhyrningur, með Daryl í aðalhlutverki. Þegar þær uppgvötva að Daryl er djöfullinn í mannsmynd verða þær að eyða honum, en hann lætur ekki undan auðveldlega, takmark hans er að eignast syni með þeim og þeir synir eiga að taka völdin. Ég mæli með henni, takið hana sem allra fyrst á vídeó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Wrong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt mynd með Ellen DeGeneres, sem margir þekkja sem "Ellen" úr þáttunum "Ellen". Bill Pullman er voða sætur en hrikalega pirrandi. Söguþráðurinn í stuttu máli: Kona kynnist kalli, hefur áhuga á honum í byrjun en hættir því svo, kallinn hefur hálfgerða þráhyggju gagnvart henni. Góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drop Dead Gorgeous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hefði gefið henni fjórar stjörnur ef hún hefði ekki byrjað svona leiðinlega. Engu að síður er þetta frábær svört kómedía um það hve fáránlegar fegurðarsamkeppnir geta verið. Ellen Barkin var skemmtileg og fyndin sem móðir Amber (Kirsten Dunst). Kirsten Dunst tekst vel upp eins og Denise Richards sem leikur Becky, forríka, ofdekraða stelpu og Kirstie Alley sem leikur mömmu Becky sem svífst einskins til að dóttir sín vinni. Mörg atriði eru frábærlega fyndin eins og þegar Becky sýndi atriðið sitt og þegar þær voru að æfa stigaatriði. Farið á hana hún er FRÁBÆR.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stigmata
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oj bara, eyddi ég virkilega tveimur klukkutímum af lífi mínu í þessa hörmung? Ég hélt að ég væri að fara að horfa á fína hryllingsmynd með bregðuatriðum og svoleiðis, en nei, þetta er hundleiðinleg della með götóttum söguþræði, leiðinlegum leikurum sem leika leiðinlegar persónur og það er enginn tilgangur með þessu veseni. Eftir tíu mínútur var ég farin að ókyrrast og eftir hálftíma óskaði ég þess að hafa frekar verið heima að læra danskar sagnir, málfræði og jöfnur. Svo leiðinleg er þessi ömurlega mynd sem er í mínum augum hreinasta slys.:(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vacation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ógeðslega fyndin og skemmtileg mynd um fjölskylduföður sem vill alltaf vel en tekst alltaf að klúðra málunum á vægast sagt bráðfyndinn hátt. Christmas vacation er samt langbest, svo Las Vegas vacation.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var ógeðslega spennandi. Þrjár manneskjur fara í út í einhvern skóg að gera heimildarkvikmynd um nornina frá Blair. Ferðin snýst upp í ógeðslegan hrylling á nokkrum dögum. Ég dauðsé eftir því að hafa ekki farið á hana í bíó, en leigði hana um daginn og sá alls ekki eftir 400 krónunum. Þessi mynd er þannig, að þetta hefði allt eins komið fyrir mann sjálfan, ekki neitt svona alveg ótrúlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sé ekki eftir því að hafa farið á þessa mynd, hún var svo skemmtileg. Martin Lawrence var fyndinn í hlutverki sínu sem ofurlöggan en er bara óheppinn demantaþjófur sem sat inni í tvö ár fyrir þjófnað. Hann hafði þó náð að fela demantinn í loftræstikerfi auðrar byggingu sem á þessum tveimur árum breyttist í löggustöð (hversu óheppinn er hægt að vera) og á stað þar sem aðeins löggur máttu fara. Sem sagt ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd. Draugarnir eru óhugnalegir, hugsa sér ef maður sæi svona lagað eins og strákurinn. Þetta er svona virkilega krípí, varla neitt blóð eða ofbeldi og svo var óvæntur og frumlegur endir. Haley Joel Osment er alveg frábær og sömuleiðis Bruce. Fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Analyze This
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd, fyndin, vel leikin og ekki svo langdregin. Hún er vel þess virði að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tæknibrellurnar fá sko tíu. Persónusköpunin er ekki jafgóð, Jar Jar Binks er pirrandi með asnalega rödd, Jediriddararnir fara létt með allt nema berjast við darth Maul sem er fínn vondur kall, Amidala drottning er mjög virðuleg en það gera sennilega bara hárkollurnar og kjólarnir, Jake Lloyd (anakin) er voða krúttlegur en týpísk amerísk barnastjarna (búlduleitur með síðan lubba). Reynt er að kreista tárakirtla saklausra áhorfenda með kveðjustund Anakins og mömmu hans. Samt er þetta ágæt star Wars mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Office Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyndin mynd. Að vísu hefði Jennifer Aniston mátt sjást meira. Leikararnir góðir og "íkornamaðurinn" fyndnastur. Þið sjáið ekki eftir að hafa séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Never Been Kissed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sæt mynd um 25 ára konu, Josie Geller (Drew Barrymore), sem var lögð í einelti í skóla og fær nú tækifæri til að upplifa skólaárin upp á nýtt. En samt, þessir vinsælu krakkar voru ÖMURLEGIR!!!!!! Stelpurnar leiddust út á götu og strákarnir gengu í skyrtum með V-hálsmáli. David Arquette(bróðir Josie) nær vinsæla töffaranum Rob vel (svaka sætur). Svo kemur væminn boðskapur (veriði bara þið sjálf og ekki vera hrædd við það bla bla bla....) og svo klappa allir. Týpískur happy ending þó enginn annar endir hefði komið til greina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Congo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talandi api!! Ekki er nú öll vitleysan eins. Misty Rosas á heiðurinn af stjörnunni frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í þessari ágætu ævintýramynd er góður leikur, flottar tæknibrellur og allt það, en samt virtist múmían ekkert svo slæm í fyrstu. Svo þarf náttúrulega að gera hana ógeðslega vonda, ég meina það. Svo er náttúrulega rómantískur endir (FYRIRSJÁANLEGT!!!!!!!)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers: The Spy Who Shagged Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ÖMURLEG mynd. Hún er heimskuleg, barnaleg og bara vitlaus í alla staði. Mike Myers er ekkert fyndinn, hann er bara heimskulegur. Oj.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
10 Things I Hate About You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd um tvær systur, Biöncu, vinsæl og ljúf, og Kat, sem er hið mesta skass og strákahatari. Einhver gæi verður ástfanginn af Biöncu og borgar öðrum gæa fyrir að fara út með Kat (pabbi systranna leyfir Biöncu ekki að fara út nema Kat fari líka-erfiiiiit!!!!!!!!). Og svo er hún væmin með boðskap og "happy ending".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Entrapment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fúl og spennulaus mynd um tölvunördinn (eða hvað) Gin Baker (Zeta-Jones), og elliæran steliþjóf (Connery). Þau ákveða að stela flottri grímu og svo biljón dölum. En frumlegt. Svo með þessa lest í endann, hvernig í andskotanum gátu þau stokkið inn í á þessari ferð?? Svo er verið að tala um þegar það neistar milli þeirra, það er algjör misskilningur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Conspiracy Theory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oj oj oj og aftur OJ. Ég leigði Conspiracy theory af því Julia Roberts er í uppáhaldi hjá mér og Mel Gibson líka. Þau eru bæði úrvals leikarar en þessi mynd er hreinasta hörmung. Ég gafst upp þegar myndin var hálfnuð af því allt gekk svo hægt og Mel Gibson var svo ömurlegur sem einhver sækó kall sem hefur samsæri og lögfræðing (Julia) á heilanum að mér langaði mest til að grenja. Julia Roberts er líka í vægast sagt pirrandi hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekkert svakalega góð vampírumynd, maður verður ekki hræddur en fær smá klígju af og til. Tom Cruise, Brad Pitt, Antonio Banderas og Kirsten Dunst standa sig vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Best Friend's Wedding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hörmung sem ofnaotar atriði þar sem Julia dettur aftur fyrir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Practical Magic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með þessa mynd (er ekki of mikið að nornir séu ofsóttar nú til dags), ég meina það var fyrir nokkur hundruð árum að það var kastað steinum í nornir og svoleiðis. En samt þetta var á köflum ágæt mynd (en þurftu konurnar alltaf að vera að skera sig í lófann). Mér fannst Nicole Kidman og Sandra Bullock vera nokkuð góðar nornasystur sem drepa eiginmann systurinar sem Nicole leikur, fyrir slysni. Þær ákveða að lífga hann við þó svo að hann hafi ekki beint verið góður maður. Allt fer úr böndunum og að lokum verður yngri systirin haldin illum anda og eldri systirin verður að leita á náðir saumaklúbbskvennna. Fín mynd þrátt fyrir allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Six Days Seven Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svona la la, ég hef séð verri myndir. Mér fannst Harrison Ford og Anne Heck passa svo ógeðslega vel saman að ég fór næstum því að grenja þegar ég sá það í Séð og heyrt að hún væri lesbía(?). Friends kallinn er ógeðslega pirrandi leikari og hann skemmir eiginlega myndina, kannski er það bara út af því að ég HATA Friends......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svo ógeðslega léleg að ég furða mig á því að hafa ekki gefist upp á henni. Ég gef henni hálfa stjörnu af því Courtney Cox er ágæt, sem og Sarah M. Gellar sem lék alltof lítið hlutverk í myndinni. Sem sagt, hræðileg mynd sem þið ættuð ekki að eyða tíma í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titanic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er verið að færa hið hræðilega sjóslys þegar Titanic sökk og mörg þúsund manns dóu, upp í búning tæknibrellna og snoppufríðra leikara. Svei mér þá, nú hljóma ég eins og versti níræði nöldrari. Leonardo DiCaprio er eins og kelling í framan og alveg ógeðslega leiðinlegu leikari. Kate Winslet er skömminni skárri þó hún sé ekki beint geislandi. Æ, hún var æði í bíó en fúl á vídeó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The X Files
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hræðileg mynd í alla staði, leiðinleg, langdregin og misheppnaðar tilraunir til að láta "neista" á milli Scully (Gillian Anderson) og Mulders (David Duchovni) fara í taugarnar á mér. Ég veit ekki af hverju ég gaf henni hálfa stjörnu, kannski ætti ég að breyta því...... Sorry, hún er bara drulluléleg. Þættirnir eru betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Armageddon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ekki mjög eftirminnileg, já þetta er sama hugmyndin og í Deep Impact. Það stefnir risaloftsteinn á jörðina og hópur hugrakkra geimfara eru sendir til að eyða steininum. Það þarf auðvitað enginn að óttast þegar Bruce Willis fer fremstur í flokki, hann gerir myndina hálf fyrirsjánlega. Samt eru brellurnar góðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei