Það er sérkennilegt þegar leikstjóri endurgerir sína eigin mynd, hvað þá stuttmynd sem upprunalega kostaði hann starfið hjá fyrirtækinu Disney sem nú er framleiðandi endurgerðarinnar. Frankenweenie fjallar um unga drenginn Victor og hundinn hans Sparky sem leikur í heimagerðum myndum Victors. Dag einn verður Sparky fyrir bíl og lætur lífið, en Victor deyr ekki ráðalaus og vekur hundinn sinn aftur til lífs á svipaðan máta og Frankenstein veitti skrímsli sínu líf. Nágrannar Victors veita endurlífgaða dýrinu óhlýjar móttökur og telja þau hundinn valda þeim miklum usla. Entertainment Weekly birti á dögunum fyrstu ljósmyndinar úr endurgerðinni:
Upprunalega stuttmyndin var leikin og í svarthvítum lit og var í raun endurgerð af sígildu Universal-hrollvekjunni Frankenstein frá 1931, nema í formi fjölskyldumyndar. Hún var framleidd innan Disney en þar sem höfuðsmenn fyrirtækisins voru ekki hrifnir af útkomuni var Tim Burton rekinn í kjölfarið. Disney töldu myndina vera ófjölskylduvæna og peningasóun, en myndin vakti nógu mikla athygli í kvikmyndaheiminum til að Tim Burton varð leikstjóri myndarinnar Pee-wee’s Big Adventure. Endurgerðin er hinsvegar gerð á stop-motion máta og heldur sig við svarthvítu myndatöku stuttmyndarinnar. Tim Burton skrifar ekki myndina að þessu sinni og er það hann John August sem sér um skrif myndarinnar, en Burton sóttist eftir að hann sæi um handritsskrif myndarinnar síðan 2006.
þetta er önnur stop-motion kvikmyndin í fullri lengd í leikstjórn Tim Burtons, en sú fyrri var Corpse Bride. Hann framleiddi einnig hina heitelskuðu stop-motion jólamynd The Nightmare Before Christmas. Mikið af framleiðsluliði Corpse Bride hefur snúið aftur við gerð Frankenweenie og er myndin væntanleg um október á næsta ári.