Fyrsta stiklan úr annarri Hunger Games myndinni, The Hunger Games: Catching Fire var frumsýnd á MTV verðlaunahátíðinni í gær og má sjá hana hér að neðan:
Í aðalhlutverkinu er Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence sem Katniss Everdeen.
Einnig er hægt að horfa á stikluna á kvikmyndir.is með því að smella hér.
Eftir að hafa lifað af Hungurleikana í fyrstu myndinni, þá er Everdeen núna að búa sig undir sigurferð um hin ýmsu svæði landsins Panem, á meðan hinn illi stjórnandi The Capitol veltir fyrir sér hvað hann eigi að gera við stelpuna.
Í stiklunni þá er gefið í skyn að aðal illmennið, Snow forseti, sem Donald Sutherland leikur, og nýr aðstoðarmaður hans, Plutarch Heavensbee, sem Philip Seymour Hoffman leikur, ætli að kynna nýja ofurleika „quarter quell“ þar sem sigurvegarar frá síðustu 25 hungurleikum keppi á nýjan leik á sérstaklega illgirnislegum og hættulegum leikvangi, þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari.
The Hunger Games: Catching Fire kemur í bíó 22. nóvember nk.