Fyrsta stiklan úr endurgerð hinnar sígildu hrollvekju, Poltergeist, kom út í dag. Gil Kenan leikstýrir myndinni að þessu sinni, en hann hefur áður gert teiknimyndina Monster House og ævintýramyndina City of Ember.
Myndin fjallar um Bowens fjölskylduna sem flytur inn í nýtt hús, en hryllingurinn byrjar þegar ungri dóttur Bowens hjónanna er rænt. Bowens hjónin kalla til sérfræðinga í yfirskilvitlegum atburðum til að hjálpa sér að finna dótturina, en þar fer fremstur í flokki dulsálfræðingurinn Dr. Brooke Powell, sem hefur sérhæft sig í þessháttar málum.
Með helstu hlutverk fara: Sam Rockwell, Rosemarie DeWitt, Jared Harris, Nicholas Braun og Jane Adams.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.