Fyrsta kitlan úr Nymphomaniac – Á veiðum í lest

Fyrsta sýnishornið hefur verið birt úr nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Trier; Nymphomaniac ( sjúklega vergjörn kona ).

nymphomaniac

Í sýnishorninu, sem kynnt er sem forréttur ( appetizer ) er aðalsögupersonan Joe á sínum yngri árum, og reyndari vinkona hennar B, í lest þar sem þær veðja um hver getur tælt fleiri karlmenn á meðan á lestarferðinni stendur.

Í verðlaun er ljúffengur poki af súkkulaði, og fljótlega verður ljóst að til að vinna, þá þarf Joe að ginna bráðina og láta hana bíta á öngulinn, eins og reyndur veiðimaður.

Sjáðu forréttinn hér  fyrir neðan, en sýnsihornið er úr fyrsta kafla myndarinnar, The Compleat Angler:

Með helstu hlutverk fara Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Stacy Martin, Shia LaBeouf, Jamie Bell, Christian Slater, Connie Nielsen, Willem Dafoe, Jesper Christensen. 

Söguþáður myndarinnar er þessi: Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf greint sig sem sjúklega vergjarna, segir sögu sína í myndinni. Á köldu vetrarkvöldi þá kemur gamall og heillandi piparsveinn, Seligman, sem leikinn er af Skarsgård, að Joe þar sem hún liggur slösuð í húsasundi eftir að hafa verið barin til óbóta. Hann fer með hana heim í íbúð sína þar sem hann hjúkrar henni á meðan hann spyr hana út í líf hennar. Hann hlustar með athygli á það þegar hún fer yfir 8 mismunandi kafla í lífi sínu, sem er margskipt og þar sem margt fólk kemur við sögu.

Myndin skiptist í átta kafla sem sjá má á neðangreindri mynd:

kaflar

Smelltu hér til að fara á vefsíðu myndarinnar.