Sumar hugmyndir eru betri en aðrar, það er víst. 28. nóvember verður frumsýndur á Broadway nýr söngleikur, byggður á ofurhetjunni Spider-Man. Það eru ekki minni nöfn en Bono og The Edge sem koma að verkinu en U2-rokkararnir tveir hafa samið svokölluð rokk-óperulög sem munu væntanlega gera fólk agndofa.
Söngleikurinn, sem er í leikstjórn Julie Taymor en hún er hvað þekktust fyrir að leikstýra Lion King söngleiknum, mun fjalla um unglingsár Köngulóarmannsins. Hann þarf bæði að takast á við skúrka á borð við Green Goblin, Carnage og Swiss Miss (sem var sérstaklega búinn til fyrir söngleikinn), heldur þarf hann að fanga hjarta hinnar fögru Mary Jane. Nú fáum við að sjá fyrstu myndirnar úr verkinu og verður að segjast að búningahönnunin er vægast sagt sérstök.
– Bjarki Dagur