Það er mikil tíska þessa dagana að mjólka út framhaldsmyndir langt yfir þristinn (Saw, einhver?) og efa ég að margir hafi búist við heilum fjórum ræmum í Fast and the Furious seríunni upphaflega.
Allavega, svo virðist sem að fjórða eintakið sé í tökum um þessar mundir og er nýbúið að staðfesta titil á myndina.
Ég verð að játa, heiti myndarinnar er ekki jafn „frumlegt“ og 2 Fast 2 Furious, en myndin mun engu að síður bera nafnið FAST N’ FURIOUS 4.
Það má deila um frumleikann í þessu, en ég sé ekki betur en að bæði „THE“ orðin hafi verið fjarlægð, útaf einhverjum ástæðum. Persónulega bjóst ég meira við einhverju eins og 4 THE FAST, 4 THE FURIOUS. Skemmtilegt það.
En burtséð frá sköpunargleðinni í nafninu mun Fast n’ Furious 4 rata í bíó í kringum sumarið 2009, og í aðalhlutverkum verða Paul Walker og Vin Diesel, sem síðast sáust saman í fyrstu myndinni.

