Frumsýning – The Master

Sena frumsýnir nýjustu mynd Paul Thomas Anderson, The Master, á föstudaginn næsta, þann 11. janúar.

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin sé mögnuð mynd og sláandi lýsing á stefnulausu og leitandi fólki í Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum.

 

„Í myndinni segir frá uppgjafahermanninum Freddie sem leikinn er af Joaquin Phoenix, sem snýr heim í lok seinni heimsstyrjaldarinnar ráðvilltur og óviss um framtíð sína.

Hann hrífst af Málstaðnum og sterkum persónuleika leiðtoga hans, Lancasters Dodd, í frábærri túlkun Philip Seymour Hoffman og verður hægri hönd hans. En hann fer að efast um sjálfan sig og Málstaðinn eftir því sem á líður með ófyrirséðum afleiðingum. Með hlutverk eiginkonu Dodds, Peggy, fer Amy Adams sem getið hefur sér gott orð í myndum eins og Enchanted og The Fighter.“

Leikstjóri myndarinnar er Paul Thomas Anderson sem á að baki myndir eins og There Will Be Blood, Magnolia og Boogie Nights.

Í tilkynningu Senu segir að The Master hafi fengið einróma lof gagnrýenda „með yfir 20 sigra og 34 tilnefningar á hinum ýmsu kvikmyndalistum og er m.a. tilnefnd til 3 Golden Globe verðlauna. Myndin er með 85% fresh á rottentomatoes.com og fékk fimm stjörnur – fullt hús – hjá Empire og 100% hjá Total Film!“

The Master er frumsýnd á Íslandi á föstudag í eftirfarandi kvikmyndahúsum: Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri.

Leikstjóri: Paul Thomas Anderson.
Handrit: Paul Thomas Anderson.
Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Joaquin Phoenix og Amy Adams.
Frumsýnd: Föstudaginn 11. janúar
Hvar: Smárabíó, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri.