Frumsýning: The Act of Killing

Föstudaginn 30. ágúst verður heimildamyndin The Act of Killing frumsýnd í Bíó Paradís.

Um er að ræða heimildakvikmynd sem sýnir fyrrum foringja dauðasveita í Indónesíu leika fjöldamorð í öllum þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, m.a. í klassískum Hollywood glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

„Þessi nýstárlega nálgun leikstjórans Joshua Oppenheimer veitir áhorfendum áður óþekkta sýn á hvað á sér stað í hugum manna sem fremja slíka glæpi gegn mannkyninu og skilur engan eftir ósnortin. Myndin hefur unnið til verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale, Dönsku Bodil verðlaunin, CHP:DOX heimildakvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn og Robert hátíðinni í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.

the-act-of-killing

Sunnudaginn 8. september verður myndin sýnd í lengri útgáfu leikstjórans (director‘s cut) þar sem boðið verður upp á spurt og svarað með leikstjóra myndarinnar Joshua Oppenheimer í gegn um Skype.

The Act of Killing hefur hlotið lof gagnrýnenda um allan heim:

„Hér er um að ræða bestu og ógnvænlegustu kvikmynd ársins á kvikmyndahátíðinni í Toronto“ „Here’s the best, and the most horrific, movie of this year’s Toronto film festival.” The Guardian

„Aldrei fyrr hefur heimildamynd verið gerð á borð við The Act of Killing … mynd sem hrópar á áhorf fólks, og síðar að það horfi aldrei aftur á hana“ “Never before has anyone made a documentary like “The Act of Killing”… a film that begs to be seen, then never watched again.” Variety.com

„Án hina einstöku efnistaka á sannleikanum, hefði þessi saga aldrei litið dagsins ljós … The Act of Killing er eitt það stórbrotnasta dæmi um heimildakvikmyndagerð sem ég hef á ævi minni séð … jafnvel þó að þú reynir, þá munt þú aldrei aldrei gleyma henni“ “Without this unique vehicle for truth-telling, this story would never come to light… The Act of Killing is one of the most extraordinarily effective examples of documentary filmmaking that I’ve seen… even when you try you will never, ever forget it.” The Independent Critic

“ … ein allra mikilvægasta heimildamyndin í dag“…one of the most important documentaries around.” Toronto Film Scene

Hér fyrir neðan er sýnishorn úr lengri útgáfu leikstjórans:

Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
Lengd: 115 mín.
Land: Danmörk
Texti: Enskur
Leikstjóri: Joshua Oppenheimer
Aðalhlutverk: Haji Anif, Syamsul Arifin, Sakhyan Asmara

act_of_killing_xxlg