Frumsýning: Scary Movie 5

Sena frumsýnir kvikmyndina Scary Movie 5 á föstudaginn næsta, þann 19. apríl  í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

„Á þessum síðustu og verstu tímum þegar illir andar og önnur óværa herjar á annað hvert hús er loksins kominn tími til að gera eitthvað í málunum!“

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Það eru liðin heil sjö ár síðan síðasta Scary Movie-mynd var gerð sem er auðvitað allt of langur tími sé litið til þess hversu skemmtileg tilbreyting þær eru fyrir áhorfendur og ábatasamar fyrir framleiðendur, ekki síst þennan litla með gleraugun. Þau Dan og Jodie eru ung hjón sem hafa nýverið fest kaup á íbúð í þokkalegu standi austarlega í bænum. Þau eru full tilhlökkunar að takast á við lífið og framtíðina og ekki minnkar ánægja þeirra þegar þau eignast skyndilega soninn Aiden sem þau ákveða að taka með sér heim. En sonurinn er ekki fyrr kominn í íbúðina en vægast sagt undarlegir atburðir fara að gerast. Það er eins og einhver draugur hafi gert sig heimakominn með syninum. Þetta er auðvitað alls ekki nógu gott og þótt þau Dan og Jodie reyni í fyrstu að leiða þessi leiðindi hjá sér neyðast þau til að grípa til ráðstafana þegar draugurinn, eða réttara sagt draugagangurinn, fer að gera þeim lífið leitt í vinnunni líka. Þau ákveða því að fá sérfræðing í málið …

Handritshöfundar Scary Movie 5 eru þeir Pat Proft og David Zucker sem saman og hvor í sínu lagi eiga að baki flestar af bestu og eftirminnilegustu sprellimyndum sögunnar, s.s. The Kentucky Fried Movie, Airplane, Hot Shots, The Naked Gunmyndirnar, Top Secret!, Police Squad og þriðju og fjórðu Scary Movie-myndirnar.

Leikstjóri: Paul Weitz
Handrit: Phil Beauman (byggt á persónum sömdum af) Jason Friedberg.
Aðalhlutverk: Ashley Tisdale, Simon Rex og Charlie Sheen.
Frumsýnd: 19. apríl.
Hvar: Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri.