Græna ljósið frumsýnir kvikmyndina Passion á föstudag í Háskólabíói, eftir leikstjórann Brian De Palma. Eins og segir í tilkynningu Græna ljóssins þá er hér um að ræða „nýju myndina eftir meistara Brian De Palma, en hann á að baki meistarastykki á borð við Scarface, The Untouchables og Carlito’s Way.“
Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:
Þær Christine (Rachel McAdams) og Isabelle (Noomi Rapace) eru samstarfskonur hjá markaðsfyrirtæki. Stigvaxandi rígur á milli þeirra nær hámarki þegar Christine stelur hugmynd Isabellu og eignar sér hana. Áður en langt um líður er hin annars hlédræga Isabelle farin að leggja á ráðin um morð.
Ýmis einkenni kvikmyndarinnar þykja minna á þekktustu spennumyndir De Palma, til að mynda Dressed to Kill, Body Double og Blow Out.
Leikstjórn: Brian De Palma
Handrit: Brian De Palma
Aðalhlutverk: Rachel McAdams og Noomi Rapace
Frumsýnd: 26. apríl
Sýnd í: Háskólabíói