Sambíóin frumsýna á morgun, miðvikudaginn 27. mars nýjustu bíómynd leikstjórans Ágústs Guðmundssonar, hina gamansömu draugamynd Ófeigur gengur aftur.
Myndin er páskamynd Sambíóanna í ár og verður frumsýnd í Sambíóunum um allt land.
Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd með Ladda, Gísla Erni og Ilmi í aðalhluverkum.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Það eru þau Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Laddi, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Elva Ósk Ólafsdóttir sem fara með aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um kærustuparið Önnu Sól og Inga Brján og baráttu þeirra til að fá frið fyrir framliðnum föður Önnu, hinum afskiptasama Ófeigi.
Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós.
Þegar Anna og Ingi ráðgera að selja húsið bregst Ófeigur ókvæða við þannig að Ingi ákveður að leita ráða í gamalli galdrabók til að losna við hann fyrir fullt og allt. Þær áætlanir bregðast hins vegar þegar tilraunir til að særa Ófeig út úr húsinu hafa þveröfug áhrif og vekja þess í stað upp nýjan draug, fyrrverandi unnustu Ófeigs sem óhætt er að segja að sé smáklikkuð í ofanálag. Við komu hennar magnast reimleikarnir í húsinu um allan helming.
Þegar Ófeigur ber sig til við að beita valdi til að varpa konu með miðilsgáfu út úr húsinu verður ljóst að nú duga ekki lengur nein vettlingatök …
Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Laddi, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Elva Ósk Ólafsdóttir
Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson
Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Ísafjarðarbíó
Aldurstakmark: Leyfð
Fróðleiksmolar til gamans:
• Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar,
á að baki margar af þekktustu og bestu myndum Íslands þar á meðal Með allt á hreinu.
• Myndin er tekin upp heima hjá Ágústi Guðmundssyni en hann flutti út á meðan tökum stóð.