Sambíóin frumsýna myndina Man of Steel miðvikudaginn 19. júní nk. í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.
„Það eru engir aðrir en snillingarnir Christopher Nolan (Inception & The Dark Knight trilogy) ásamt Z. Snyder (Watchmen & 300) sem standa að þessari mynd en óhætt er að fullyrða að myndin verður ein stærsta mynd ársins, ef ekki sú stærsta,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
„Óhætt er að segja að magnaðar stiklurnar úr Man of Steel gefi vísbendingar um að hér sé á ferðinni stórkostleg mynd fyrir augu og eyru, enda hefur ekkert verið til sparað við gerð hennar. Hljóðar áætlaður kostnaður upp á 225 milljónir dollara eða rúmlega 26 milljarða íslenskra króna.“
Man of Steel er í raun upphafið af Superman-sögunni eins og myndin Superman með Christopher Reeve var árið 1978 og segir frá því þegar ofurmennið kemur til Jarðar sem barn og er tekinn í fóstur af þeim Kent-hjónum, Jonathan og Mörthu. Hjá þeim fær hann gott uppeldi um leið og hann uppgötvar krafta sína og hæfileika, en þeir eiga eftir að koma sér vel í baráttunni við hinn illa Zod sem kemur á eftir Superman frá heimaplánetu þeirra beggja, Krypton…
Aðalhlutverk: Henri Cavill, Amy Adams, Russell Crowe, Kevin Costner, Michael Shannon, Diane Lane og Laurence Fishburne
Leikstjórn: Zack Snyder
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: 12 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
• Handrit myndarinnar er eftir David S.Goyer sem skrifaði m.a. sögurnar í Batman-þríleik Christophers Nolan og Blade-myndirnar. Þess má geta að Christopher Nolan var fenginn til að fínpússa söguna í samvinnu við Goyer.
• Henry Cavill gekk í gegnum gríðarlega harða og nákvæma líkamsþjálfun fyrir gerð þessarar myndar því leikstjórinn vildi að hann liti út eins og Superman var upphaflega teiknaður án þess að þurfa að notast við tölvutækni. Öll vöðvaknippin á líkama Supermans í myndinni eru því raunveruleg, en ekki brellur!