Frumsýning: Gravity

Sambíóin frumsýna myndina Gravity á föstudaginn næsta, þann 18. október.

„Gravity – ein besta mynd þessa árs og „Besta Geimmynd fyrr og síðar“ skv. leikstjóra AVATAR/ALIENS/TITANIC – JAMES CAMERON, verður frumsýnd föstudaginn 18.okt.,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

gravity

Þar segir einnig að engin mynd hafi hlotið jafn góða gagnrýni á þessu ári og því megi halda því fram að líkleg Óskarsverðlaunamynd sé hér á ferð.

Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet í október í USA og er búinn að vera í 2 vikur í röð á toppi aðsóknarlistans bandaríska.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Tveir geimfarar lenda í bráðri lífshættu þegar geimfar þeirra lendir í geimruslsdrífu og laskast svo mikið að viðgerð er óhugsandi.

Gravity er nýjasta mynd meistaraleikstjórans Alfonsos Cuarón sem gerði síðast hina mögnuðu mynd Children of Men, en hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna árið 2007 og hlaut fjölmörg önnur verðlaun. Með aðalhlutverkin fara þau George Clooney, Sandra Bullock og Ed Harris en handritið er eftir Alfonso sjálfan og son hans, Jonás Cuarón.

gravityBullock leikur Ryan Stone sem er í sinni fyrstu geimferð, en Clooney leikur leiðangursstjórann Matt Kowalski sem er í sinni síðustu ferð. Þau eru bæði við vinnu utan geimstöðvarinnar þegar slysið verður. Það orsakar m.a. sambandsleysi við stjórnstöð á Jörð sem þar með getur lítið sem ekkert gert geimförunum til aðstoðar. Vandamálið er risastórt og ekki bætir úr skák að þau Stone og Kowalski hafa takmarkaðar birgðir af súrefni þannig að tíminn sem þau hafa til að bjarga sér er naumur…

Aðalhlutverk: George Clooney, Sandra Bullock, Ed Harris, Eric Michaels og Basher Savage

Leikstjórn: Alfonso Cuarón

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Háskólabíó, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Króksbíó

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans:

• Gravity var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir leik, leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku, tónlist og klippingu. James Cameron lét hafa eftir sér að hér væri komin besta geimmynd sem gerð hefur verið.

• Íslenskt fyrirtæki vann við gerð Gravity undir forsjá Daða Einarssonar en þeir sáu m.a. um hönnun og framkvæmd á öllum hreyfingum í myndinni.

• Þegar þetta er skrifað er Gravity með 8,7 í einkunn á Imdb.com sem gerir að hana að einni af 10 bestu kvikmyndum allra tíma skv. imbd. Á Rotten Tomatoes skorar hún 97% og á metacritic er hún með 96% hjá gagnrýnendum. Það er nokkuð ljóst að þetta er mynd sem á eftir að keppa um öll helstu kvikmyndaverðlaun ársins.

•Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet í október í USA og er búinn að vera 2 vikur í röð á toppnum.