Sambíóin frumsýna spennumyndina Bullet to the Head á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar.
Myndin er eftir leikstjórann Walter Hill, sem gerði m.a. hinar sígildu The Warriors og 48 Hrs. „Hann er nú mættur til leiks á ný eftir tíu ára hlé með þrælgóða mynd þar sem Sylvester Stallone fer á kostum,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Jimmy Bobo er leigumorðingi sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Hans síðasta verkefni var að losa heiminn við spillta löggu, en það fór ekki vel því að félagi Bobos, Louis, var í kjölfarið myrtur af málaliðanum Keegan, stórhættulegum manni sem kallar ekki allt ömmu sína þegar návígi er annars vegar.
Lögreglumaðurinn Taylor Kwon áttar sig á því að það er tenging á milli dauða spilltu löggunnar og Louis og einsetur sér að komast að hinu sanna í málinu, enda virðist málið teygja anga sína inn í viðskiptalíf New Orleans. Hann leitar því Bobo uppi en kemst að því í leiðinni að þeir sem drápu Louis vilja alls ekki að hann sé að skipta sér af þessu.
Svo fer að Bobo bjargar Kwon frá bráðum bana og kemur honum til húðflúrarans Lisu sem kann að gera að sárum hans, en Lisa er einnig dóttir Bobos. Eftir að Kwon er búinn að ná sér ákveða hann og Bobo að taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini sínum og komast að því hvað sé um að vera og hver það sé í raun sem stendur á bak við allt saman …
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Jason Momoa, Sung Kang, Sarah Shahi, Christian Slater, Jon Seda og Adewale Akinnuoye-Agbaje
Leikstjórn: Walter Hill
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík
Aldurstakmark: 16 ára
Fróðleiksmoli til gamans:
• Bullet to the Head er byggð á myndasögum franska rithöfundarins Alexis Nolent, en hann skrifaði m.a. sögurnar á bak við hinn vinsæla leik Splinter Cell. Myndin hefur fengið afar góða dóma og ætti að hitta beint í mark hjá aðdáendum Walters Hill og Sylvesters Stallone.