Frumsýning: Aulinn ég 2

Myndform frumsýnir teiknimyndina Aulinn ég 2, eða Despicable Me 2, á föstudaginn næsta, þann 13. september, í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sam-Álfabakka, Sam-Egilshöll, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Bíóhöllinni Akranesi, Króksbíói, Sam-Keflavík og BorgarbíóiAkureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Gru og meinfyndnu skósveinarnir hans snúa aftur til að skemmta ungum sem öldnum! Í þetta sinn er Gru fenginn til liðs við „And-Varmenna Liðið“ til þess að uppræta nýjan og voldugan ofurglæpamann.

despicable-me

Eins og fram kemur í tilkynningu frá Myndformi þá fór myndin beint á toppinn í Bandaríkjunum og er nú orðin 5 tekjuhæsta teiknimynd allra tíma í Bandaríkjunum.

Aldursmerking: Leyfð öllum

Aðalraddir: Steve Carell, Kristen Wiig, Benjamin Bratt, Russell Brand, Miranda Cosgrove og Steve Coogan
Leikstjórn: Pierre Coffin, Chris Renaud

Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Smárabíó, Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Keflavík og Borgarbíó Akureyri

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Myndin verður sýnd með enska talinu en er að sjálfsögðu einnig talsett á íslensku í leikstjórn Selmu Björnsdóttur og fara þau Pétur Jóhann, Vaka Vigfúsdóttir, Íris Gunnarsdóttir, Ísold Jakobsdóttir, Bragi Hinriksson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helgi Björns og Steinn Ármann með aðalhlutverkin þar.

• Þess má til gamans geta að nú er hafin vinnsla á mynd sem heitir The Minions, en hún fjallar um hina sérkennilegu hjálparkokka Grus, þessa litlu gulu með gleraugun, áður en þeir hittu Gru. Er reiknað með að hún verði jólamynd á næsta ári.