Myndform frumsýnir rómantísku gamanmyndina About Time á föstudaginn næsta þann 4. október í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Kvöldið eftir annað misheppnað áramótapartí kemst Tim Lake að leyndarmáli: karlmennirnir í fjölskyldu hans geta ferðast um tímann! Tim getur þó ekki breytt gangi sögunnar, en hann getur breytt því sem hefur komið fyrir hann í eigin lífi og því sem mun koma fyrir hann í framtíðinni. Með þennan eiginleika að vopni ákveður hann að gera veröld sína aðeins skemmtilegri.
Rachel McAdams fer með aðalhlutverk í nýjustu mynd Richard Curtis sem meðal annars færði okkur Love Actually, Notting Hill og For Weddings And a Funeral.
Aldurstakmark: 10 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
Fyrir utan hinar þekktu bíómyndir sínar á Richard Curtis að baki langan feril í sjónvarpi sem hófst á hinum vinsælu gamanþáttum Not the Nine O’Clock News árið 1982 og hélt síðan áfram með þáttum eins og Black Adder, Mr. Bean, Comic Relief og Spitting Image. Þess má líka geta að Curtis skrifaði handrit Bridget Jones’s Diary-myndanna skemmtilegu.