Frönsk kvikmyndahátíð byrjar á morgun!

Franska kvikmyndahátíðin 2016,  annar stærsti kvikmyndaviðburður á Íslandi á eftir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, hefst á morgun, 15. janúar,  og stendur til 27. janúar. Hátíðin fer fram í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

hippo

Það er Alliance française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið sem standa að hátíðinni, sem nú er haldin í 16. skipti.

Tíu myndir verða sýndar á hátíðinni, flestar frá Frakklandi, ein frá Kanada og ein frönsk-máritanísk.

Í tilkynningu frá hátíðinni segir að allar myndirnar hafi hlotið viðurkenningar af einhverju tagi og viðfangsefnin séu  margvísleg.

Myndirnar má sjá vefsíðu hátíðarinnar, www.fff.is, og sýningartímar verða á sýningartímasíðunni hér á kvikmyndir.is.

Sjáðu stiklu hér að neðan úr opnunarmynd hátíðarinnar, Út og suður: