Frítt í bíó í Kringlunni á morgun!

Í tilefni af 25 ára afmæli Kringlunnar hafa SAMbíóin ákveðið að splæsa í bíó á morgun á eftirfarandi myndir:

Hringjarinn í Notre Dame (með íslensku tali) – Sýnd kl. 1:30 – 3:40 – 5:50
Leitin Mikla (e. The Brave Little Toaster) með íslensku tali – Sýnd kl.1:40
Madagascar 3 með íslensku tali – Sýnd kl.1:30 – 3:40
Step Up Revolution – Sýnd kl. 3:40 – 5:40
Predator – Sýnd kl. 8 – 10:20
Lethal Weapon 1 – Sýnd kl. 8 – 10:30
Babymakers – Sýnd kl. 8
Stakeout – Sýnd kl. 10:10

Byrjað verður að gefa miða laugardaginn 8.sept. í Sambíóunum Kringlunni klukkan 12:30.

Jafnframt vilja SAMbíóin benda á að þetta munu verða með síðustu kvikmyndasýningum í Sambíóunum Kringlunni í núverandi mynd en mánudaginn 10.sept. hefjast almennar endurbætur á kvikmyndahúsinu þar sem m.a. fótapláss verður aukið og nýjum hágæða sætum verður komið fyrir.

Kominn tími til að tekið sé til í Kringlubíói, fór þangað um daginn og sat í svona skemmtilega klístruðu, brakandi og rifnu sæti! Líst vel á þetta.

Stikk: