Orðrómur hefur verið í gangi um það að sjónvarpsþættirnir sívinsælu Friends séu fljótlega á leiðinni á hvíta tjaldið. Leikararnir hafa verið í samningaviðræðum varðandi 10 seríuna af þáttaröðinni undanfarið og vilja þeir gera færri þætti en venjulega eru í heilli seríu en eru í staðinn tilbúnir að leika í kvikmynd í fullri lengd. Það er haft eftir fólki sem stendur nærri verkefninu að gengið yrði lengra en í þáttunum hvað varðar groddahúmor og hugsanlega munu einhverjir Vinanna fækka klæðum. Vonum bara að það verði ekki Chandler…

