Sérstök hátíðarsýning í Sambíóunum Kringlunni föstudaginn 10. október. Einstakt tækifæri til að sjá tímalausu íslensku kultmyndindina Sódóma Reykjavík á stórum skjá.
Fáar íslenskar kvikmyndir hafa verið jafn langlífar og Sódóma Reykjavík. Nú, 33 árum eftir frumsýningu, snýr þessi sígilda gamanmynd aftur á hvíta tjaldið í sérstakri afmælishátíðarsýningu föstudaginn 10. október kl. 21:00 í Sambíóunum Kringlunni. Þetta er einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaáhugafólk að endurlifa eina eftirminnilegustu mynd íslenskrar kvikmyndasögu – á stórum… Lesa meira
Fréttir
Leo lengur á toppnum
One Battle After Another situr á toppnum á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Leonardo DiCaprio heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin One Battle After Another var líka á toppi listans í síðustu viku. Í öðru sæti topplistans sitja Eldarnir en tekjur myndarinnar samtals frá frumsýningardegi eru rúmar 26 milljónir króna. Í þriðja og fjórða sæti eru nýjar myndir; Gabby´s Dollhouse:… Lesa meira
Nýtt á HBO Max í október – fjölbreytt úrval af kvikmyndum, heimildarmyndum og nýjum seríum
Október á HBO Max býður upp á nýtt úrval af hryllingi, gamanefni og heimildarmyndum.
HBO Max á Íslandi býður í október upp á fjölbreytt úrval af hrollvekjum, beittum gamanþáttum og áhrifamiklum heimildarmyndum. Sérstaklega má nefna IT: Welcome to Derry, nýja þáttaröð sem byggð er á sígildri skáldsögu Stephen King, og The Chair Company, nýja HBO Original gamanseríu með Tim Robinson í aðalhlutverki. HBO Max… Lesa meira
Endurupplifðu Avatar: The Way of Water á stóra tjaldinu í 3D
Avatar: The Way of Water snýr aftur á hvíta tjaldið í 3D – aðeins í eina viku í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó.
Avatar: The Way of Water snýr aftur á hvíta tjaldið, en aðeins í eina viku og eingöngu í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó. Þetta er gullið tækifæri fyrir kvikmyndaunnendur til að sjá stórvirki James Camerons í þeirri mynd sem hann ætlaði: á stóra tjaldinu í mögnuðum 3D myndgæðum og hljóði sem… Lesa meira
Örn og Margrét tekin sem gíslar utan þjónustusvæðis
Fyrsta stikla og plakat úr íslensku spennumyndinni Víkinni er komin út.
Fyrsta stikla úr íslensku spennumyndinni Víkinni er komin út og má sjá hana hér að neðan, en bíógestir hafa fengið að berja stikluna augum síðustu vikur á undan myndum í bíó. Einnig er komið splunkunýtt plakat með grjóthörðu "tagline": Í næði. Í bústað. Utan þjónustusvæðis. Myndin, sem er eftir Braga… Lesa meira
Bob fór beint á toppinn
Spennumyndin One Battle After Another fór ný á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistann um helgina.
Spennumyndin One Battle After Another eftir Paul Thomas Anderson, með Leonardo DiCaprio í hlutverki fyrrum uppreisnarmannsins Bobs, fór ný á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistann um helgina. Gestir voru 2.200 og tekjur 4,6 milljónir króna. Í öðru sæti lenti toppmynd síðustu tveggja vikna, Eldarnir, en í þriðja sæti situr… Lesa meira
Eldarnir brunuðu á toppinn
Eldarnir gusu á topp íslenska bíóaðsóknarlistans!
Íslenska stórmyndin Eldarnir gerði sér lítið fyrir og brunaði á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Rúmlega tvö þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru ríflega fimm milljónir króna. Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, hrollvekjan The Conjuring: Last Rites. Demon Slayer: Kimetsu No Yaiba Infinity Castle… Lesa meira
Ég sat með fæturna dinglandi út úr þyrlunni yfir eldgosinu
Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Eldarnir. Hún segir frá ferðalagi Önnu, eldfjallafræðings sem glímir við innri togstreitu, samstarfinu við Pilou Asbæk og því hvernig íslensk náttúra mótaði upplifunina.
Í nýjustu íslensku stórmyndinni Eldarnir fer Vigdís Hrefna Pálsdóttir með aðalhlutverkið sem Anna, eldfjallafræðingur og móðir sem stendur frammi fyrir erfiðri togstreitu í einkalífi sínu á sama tíma og náttúruöflin hóta samfélaginu. Við ræddum við Vigdísi um ferlið, samstarfið við erlenda leikara og hvernig íslensk náttúra setti svip sinn á… Lesa meira
Hrollvekjandi toppmynd
Hrollvekjan The Conjuring: Last Rites kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.
Hrollvekjan The Conjuring: Last Rites kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi en nærri 4.500 manns mættu í bíó til að berja hana augum. Í öðru sæti listans er fyrrum toppmyndin The Naked Gun og í þriðja sæti The Roses. Nýja myndin um Letidýrin í stórborginni fór… Lesa meira
Ólafur og Hera sökkva djúpt í undirheimana í Reykjavík Fusion
Reykjavík Fusion verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium 25. september nk.
Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá líta sjónvarpsþættirnir væntanlegu Reykjavík Fusion hrikalega vel út. Þar sameina krafta sína þau Hera Hilmar og Ólafur Darri í aðalhlutverkunum. Þættirnir, sem eru sex talsins, verða frumsýndir á Sjónvarpi Símans Premium 25. september nk. Serían fjallar um frá matreiðslumeistara sem Ólafur… Lesa meira
Eldarnir ný íslensk kvikmynd í bíó
Eldarnir (The Fires) er ný íslensk kvikmynd eftir Uglu Hauksdóttur, byggð á metsölubók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Myndin sameinar ást, átök og eldfjallaógnir í dramatískri sögu sem fer í almennar sýningar 11. september.
Þann 11. september næstkomandi frumsýnir Sena kvikmyndina Eldarnir (The Fires á IMDb), nýjan rómantískan spennutrylli sem byggður er á metsölubók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2020 og nú hefur sagan verið flutt á hvíta tjaldið í leikstjórn… Lesa meira
Bræður kyssast – Eldar brenna í lokaþætti Iceguys
Það gengur mikið á í lokaþætti Iceguys sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu á Sjónvarpi Símans.
Það gengur mikið á í lokaþætti þriðju Iceguys sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu á Sjónvarpi Símans. Dramatíkin er blússandi og rómantík í loftinu milli bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar í hlutverkum sínum í kvikmyndinni sem strákasveitin er að búa til í þáttunum. Þá brenna miklir eldar allt í kring. Kvikmyndir.is birtir… Lesa meira
10 jaðarhetjur kvikmyndasögunnar til að hita upp fyrir Caught Stealing
Utangarðskarakterar hafa alltaf heillað áhorfendur. Hér eru 10 ógleymanlegar kvikmyndahetjur sem minna á nýjustu persónu Darren Aronofsky, Hank Thompson í Caught Stealing.
Í kvikmyndasögunni eru hetjur og illmenni, en svo eru líka þeir sem passa hvergi inn. Það eru einstaklingar á jaðrinum, utangarðs týpur sem eru bæði heillandi og óútreiknanlegar. Þeir eru hvorki fyrirmyndarhetjur né siðblind illmenni, heldur manneskjur sem berjast við eigin veikleika og heim sem oft hafnar þeim. Á þessu… Lesa meira
Star Trek kvikmyndaveisla í Sambíóunum
Frá Star Trek: The Motion Picture til Beyond – allar helstu Star Trek kvikmyndirnar á hvíta tjaldinu í Sambíóunum í haust.
Í haust fá Trekkarar og kvikmyndaáhugamenn einstakt tækifæri til að upplifa allar helstu Star Trek kvikmyndirnar á hvíta tjaldinu. Sambíóin í Kringlunni bjóða upp á sérstakar miðvikudagssýningar þar sem farið verður í gegnum ferðalag Enterprise frá upphafi og fram til nýjustu myndanna. Þetta er söguleg kvikmyndaveisla sem spannar yfir fjóra… Lesa meira
Fjórar stórmyndir Kubricks á hvíta tjaldinu í Sambíóunum í haust
Í haust fá kvikmyndaunnendur einstakt tækifæri til að upplifa fjórar stórmyndir Stanley Kubricks á hvíta tjaldinu í Sambíóunum í Kringlunni. Á dagskrá eru Barry Lyndon í 50 ára afmælisútgáfu, Spartacus, Eyes Wide Shut og Full Metal Jacket.
Stanley Kubrick er einn af áhrifamestu leikstjórum kvikmyndasögunnar. Hann skildi eftir sig ógleymanleg verk á borð við 2001: A Space Odyssey, The Shining og A Clockwork Orange sem enn í dag heilla áhorfendur. Í haust fá kvikmyndaáhugamenn einstakt tækifæri til að sjá fjórar stórmyndir hans á hvíta tjaldinu í Sambíóunum… Lesa meira
Vopnin kvöddu byssuna
Hrollvekjan Weapons fór á topp íslenska bíóaðsóknarlistans!
Hrollvekjan Weapons, með Julia Garner og Josh Brolin í aðalhlutverkum, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Tekjur væru tæplega fjórar milljónir króna, lítillega meira en hjá myndinni í öðru sæti, fyrrum toppmyndinni The Naked Gun. Í þriðja sætinu er svo Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason.… Lesa meira
Darren Aronofsky snýr sér að glæpamyndum – Austin Butler í aðalhlutverki í Caught Stealing
Darren Aronofsky snýr sér að glæpamyndum með Caught Stealing, þar sem Austin Butler leikur misheppnaðan hafnaboltamann sem flækist inn í undirheim New York árið 1998. Myndin lofar hraða, blóði og skemmtilegri bíóferð í lok sumars.
Leikstjórinn Darren Aronofsky er þekktur fyrir að gera þungar og dramatískar kvikmyndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og The Whale. Nú tekur hann hins vegar nýja stefnu með spennandi glæpamynd sem er bæði hröð og blóðug. Misheppnaður hafnaboltamaður í alvarlegum málum Austin Butler (Elvis, Dune: Part… Lesa meira
Topp 10 kvikmyndaeftirvæntingar fyrir lok ársins 2025
Síðustu mánuðir kvikmyndaársins 2025 líta virkilega vel út. Hér eru 10 myndir sem gætu hrært við bíóáhugafólki og fest sig í sessi sem hápunktar ársins.
Úrval komandi stórmynda og listrænna gimsteina sem líklegir eru til að hífa kvikmyndaárið upp Árið 2025 er langt frá því búið og næstu mánuðir lofa miklu fyrir alla kvikmyndaunnendur. Hér má búast við öllu frá stórbrotnum vísindaskáldskap til listrænna meistaraverka. Hér eru 10 myndir sem eiga eftir að hrista upp… Lesa meira
Grínið áfram á toppinum
Grínmyndin The Naked Gun hélt stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð .
Grínmyndin The Naked Gun hélt stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð nú um helgina. Rúmlega tvö þúsund manns mættu í bíó og tekjur voru 4,2 milljónir króna. Í öðru, þriðja og fimmta sæti listans eru nýjar myndir, Weapons, Bad Guys 2 og Freakier Friday. Sjáðu listann… Lesa meira
Byssan ber fór alla leið
Grínmyndin kostulega The Naked Gun, eða Byssan Ber, í lauslegri íslenskri snörun, fór beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina.
Grínmyndin kostulega The Naked Gun, eða Byssan Ber, í lauslegri íslenskri snörun, fór beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina þegar 5.500 manns mættu í bíó. Myndin er mjög hlægileg eins Kvikmyndir.is komst að og hin fínasta skemmtun. Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, ofurhetjumyndin The Fantastic… Lesa meira
Engir öfga hægrimenn eða morðingjar
Nýtt plakat og stikla er komið út fyrir íslensku kvikmyndina Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason.
Nýtt plakat og stikla er komið út fyrir íslensku kvikmyndina Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra Volaða lands, Hvíts, hvíts dags og Vetrarbræðra. Á plakatinu sjáum við fjölskyldu við veiðar á þaki Land Rovers sem er á kafi í vatni. Í stiklunni heyrum við rödd Veru Illugadóttur þar… Lesa meira
Fjögur með frábæra byrjun
Ofurhetjurnar Hin Fjögur Frábæru í kvikmyndinni The Fantastic Four: First Steps, skutust beina leið á topp íslenska aðsóknarlistans.
Ofurhetjurnar Hin Fjögur Frábæru í kvikmyndinni The Fantastic Four: First Steps, skutust beina leið á topp íslenska aðsóknarlistans á sinni fyrstu viku í sýningum. Tekjur voru rúmar 6,1 milljón og gestir nærri þrjú þúsund. Kvikmyndir.is var meðal gesta um helgina og skemmti sér vel. Superman datt úr toppsætinu eftir tveggja… Lesa meira
HBO Max komin í gang á Íslandi – Kostar 1.850
Fjórða stærsta streymisveita heims er nú aðgengileg á Íslandi.
Bandaríska streymisveitan HBO Max, sem er í eigu afþreyingarrisans Warner Bros. Discovery, hóf göngu sína á Íslandi fyrr í þessari viku og bætist þar með í flóru sambærilegra alþjóðlegra veitna sem aðgengilegar eru hérlendis, eins og Netflix, Viaplay og Disney +. Áhorfendur horft á veituna beint í gegnum vefsíðuna hbomax.com… Lesa meira
Ofurmennið áfram á toppinum
Ofurmennið, eða Superman, gefur ekkert eftir á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Ofurmennið, eða Superman, gefur ekkert eftir á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni annarri viku á lista, en Strumparnir koma nýir beint í annað sætið. Þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi er svo Jurassic World: Rebirth. Sumarhrollurinn I Know What You Did Last Summer fór rakleiðis í fjórða sætið, einnig ný á… Lesa meira
I Know What You Did Last Summer snýr aftur – Gamlar syndir, ný kynslóð
Einhver man enn hvað þau gerðu síðasta sumar. I Know What You Did Last Summer snýr nú aftur með nýjum leikurum og gömlum andlitum.
Ný kvikmynd byggð á hinni sígildu hrollvekju sameinar upprunalegar persónur og ferskan leikarahóp í spennandi sögu um leyndarmál sem koma aftur upp á yfirborðið. Það eru liðin rúmlega tuttugu ár síðan unglingahrollvekjan I Know What You Did Last Summer kom fyrst út og varð strax að sígildri spennumynd. Nú er… Lesa meira
Ofurmennið flaug hæst
Ofurmennið, eða Superman, flaug hæst á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.
Ofurmennið, eða Superman, flaug hæst á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi og náði rúmlega 8,5 milljóna króna tekjum. Toppmynd síðustu helgar, Jurassic World: Rebirth, datt niður í annað sætið. Í þriðja sæti er svo önnur gömul toppmynd, kappakstursmyndin F1. Tekjuhæsta kvikmyndin á listanum samtals er Lilo og Stitch með 44,8… Lesa meira
Topp 10 hrollvekjur í anda „camp slasher“ til að hita upp fyrir nýju I Know What You Did Last Summer
Sumarið er tíminn fyrir útilegur, ungt fólk… og blóðugan slasher-hrylling. Hér eru 10 eftirminnilegar hrollvekjur í anda „camp slasher“, fullkomnar til að koma þér í rétta stemningu áður en nýja I Know What You Did Last Summer fer í bíó.
Topplisti: 10 gæðahrollvekjur sem gerast í sveitum, sumarbúðum og einangruðum skógum – fullkomnar til að kalla fram sumarótta áður en nýja I Know What You Did Last Summer kemur í bíó Sumarið ætti að vera tími sólskins, útilegu og afslöppunar, en í kvikmyndum er sumarsveitin oft vettvangur skelfingar. Þar er… Lesa meira
Risaeðlur stukku á toppinn
Risaeðlurnar forsögulegu í kvikmyndinni Jurassic World: Rebirth, stukku á toppinn um síðustu helgi.
Risaeðlurnar forsögulegu í kvikmyndinni Jurassic World: Rebirth, gerðu sér lítið fyrir og stukku á toppinn í íslenskum og bandarískum bíóhúsum um síðustu helgi. 2.700 manns mættu í bíó að sjá skepnurnar skelfilegu. Toppmynd síðustu helgar, kappakstursmyndin F1, datt niður í annað sæti listans með tæplega þrettán hundruð gesti. Þriðja sætið… Lesa meira
F1 brunaði á toppinn
F1 fór beint á topp bíóaðsóknarlistans íslenska!
Kappakstursmyndin F1 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og sendi þar með hrollvekjuna 28 Years Later niður í annað sætið. Í þriðja sæti listans er svo How To Train Your Dragon. Hin nýja mynd helgarinnar, M3GAN 2, fór rakleiðis í áttunda sætið. Sjáðu topplistann í heild sinni… Lesa meira
Að temja innri dreka og jungískur skuggi í How to Train Your Dragon
Innra með okkur öllum býr dreki. Hvað gerist þegar við hættum að flýja hann og lærum að temja hann? Jung, skugginn og Hikkup mætast í sögu sem er meira en bara barnamynd. Hún er myndlíking fyrir innsæi, innri skugga, umbreytingu og ferðalag sálarinnar.
„Þar til þú gerir hið ómeðvitaða meðvitað, mun það stjórna lífi þínu og þú munt kalla það örlög.“— Carl Jung Hinn óséði drekaskuggi How to Train Your Dragon virðist við fyrstu sýn vera ævintýramynd fyrir börn, saga um ungan víking sem myndar óvænt tengsl við dreka sem allir óttast. En… Lesa meira

