Fyrir stuttu síðan fórum við í samstarf við aðila heimasíðunnar midi.is og höfum komist að því samkomulagi að birta fréttir frá okkur á heimasíðu þeirra. Nú sjást fréttirnar á forsíðu Bíó undirsíðunnar hjá þeim sem hægt er að nálgast hér.
Einnig vil ég minna á RSS feedið frá okkur sem hægt er að nálgast hér – http://www.kvikmyndir.is/KvikmyndirNewsrss
Midi.is er ein af vinsælli síðum landsins, en þeir selja miða á flestalla atburði sem fara fram á Íslandi. Það er hægt að kaupa miða á bíósýningar í gegnum þá, m.a. í gegnum bíósíðuna hér á kvikmyndir.is.

