Freddie Mercury lifnar við á hvíta tjaldinu – fyrsta stikla og plakat

Loksins loksins er komin út stikla í fullri lengd fyrir Bohemian Rhapsody, nýju kvikmyndina um Freddie Mercury og hljómsveit hans Queen.

Upphaflega var tilkynnt um gerð myndarinnar árið 2010, en ýmsir erfiðleikar steðjuðu að myndinni. Fyrst átti til dæmis Sacha Baron Cohen að leika hlutverk Mercury, en hann hætti vegna listræns ágreinings við eftirlifandi meðlimi Queen.

Í desember sl., eftir þriggja mánaða tökur, var leikstjórinn Bryan Singer rekinn fyrir að vera of mikið fjarverandi, og einnig vegna núnings og átaka við leikarahóp og tökulið. Dexter Fletcher tók við keflinu, og honum tókst að ljúka verkinu í janúar sl.

Myndin kemur í íslensk kvikmyndahús þann 2. nóvember nk.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan,  plakatið þar fyrir neðan, og sjáðu Rami Malek í fullum skrúða sem Freddie Mercury: