Leikkonan Milla Jovovich hefur gengið til liðs við nýjustu mynd James Franco, Future World. Myndin er framtíðartryllir, en Jovovich mun fara með hlutverk eiturlyfjabaróns í veröld eftir alheimshamfarir þar sem vandamálin eru mýmörg; hiti, plágur og stríðsátök.
Franco bæði leikur í myndinni og leikstýrir sjálfur, ásamt Thierry Cheung, en myndin er gerð eftir sögu Franco.
Myndin fjallar um ungan dreng af aðalsættum sem fer í ferðalag í eyðilegum heimi eftir alheimsstyrjöld, í leit að lyfi handa móður sinni sem liggur fyrir dauðanum.
Með í för er lífvörður hans og veik von um að lyfið sé til í raun og veru. Hætturnar eru við hvert fótmál og mesta illmennið er stríðsherra sem stjórnar heiminum, og bregður sér í líki snoppufríðs leigumorðingja-vélmennis í mannslíki.
Jovovich má sjá fljótlega í sjöttu Resident Evil myndinni; Resident Evil: The Final Chapter, sem kemur í bíó í janúar 2017.
Síðast sáum við hana í hlutverki Katinka í Zoolander 2.