Framundan hjá Spade

Gamanleikarinn David Spade er loks að fara að hefja tökur á gamanmyndinni Dickie Roberts: Former Child Star, sem búin er að vera í undirbúningi í langan tíma. Í myndinni leikur Spade Dickie Roberts, sem er líkt og titillinn gefur til kynna, fyrrum barnastjarna. Hann ákveður á sínum fullorðinsárum að ráða leikara til þess að vera fjölskylda sín, svo hann geti upplifað þá æsku sem hann fékk aldrei í raunveruleikanum. Charmed gellan sjálf, Alyssa Milano, mun leika hitt aðalhlutverkið á móti Spade.