Eins og gestir okkar hafa tekið hefur ekki sérstaklega mikið nýtt verið að gerast hér á vefnum síðustu mánuði. Vefurinn hefur haldið sama útliti í nokkur ár og langt hefur liðið á milli nýrra fídusa. Fólk hefur látið heyra í sér og talað um að vefurinn sé að dafna eða jafnvel deyja og er það kannski ekki skrýtið.
Það gleður mig að tilkynna hér að þetta eru EKKI örlög vefsins á komandi árum. Við höfum hafið vinnu við að endurhanna vefinn frá grunni og skipt yfir í tækni sem mun gera okkur mun auðveldara að bæta nýjum fídusum við vefinn í framtíðinni. Við höfum einnig hlustað vandlega á ábendingar sem við höfum fengið frá gestum okkar um hvernig væri hægt að bæta vefinn og tekið verður tillit til flestra þeirra atriði. Á þessu stigi málsins hvílir hula yfir því hvernig nýji vefurinn mun líta út og hvaða virkni verður boðið upp á. Það er hins vegar ljóst að á við munum opna nýjan vef á vormánuðum (seint í apríl eða snemma í maí).
Vefurinn mun verða með óbreyttu sniði þangað til þetta gerist, en ef þið hafið hugmyndir um hluti sem þið mynduð vilja sjá á nýja vefnum þá bendi ég á að umræðusvæðið er góður staður til að koma þeim á framfæri.

