Ryan Gosling, Robin Wright og Harrison Ford og allir hinir gæðaleikararnir úr Blade Runner 2049 halda stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Í Bandaríkjunum er hinsvegar komin ný toppmynd, endurupplifunartryllirinn Happy Death Day.
Í öðru sæti listans, upp um eitt sæti á milli vikna, er íslenska kvikmyndin Undir trénu, en tekjur hennar jukust um 22% á milli vikna, en þetta er sjötta vika myndarinnar í sýningum.
Þriðja sætið fellur svo teiknimyndinni My Little Pony: The Movie í skaut, en hún vermdi annað sætið í síðustu viku.
Þrjár nýjar kvikmyndir eru á listanum þessa vikuna. Glæpasaga Jo Nesbo, Snjókarlinn, eða The Snowman, fer beint í fjórða sæti listans, ný íslensk kvikmynd eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur, Sumarbörn, sigldi beint í 10. sæti aðsóknarlistans og sannsögulega tennismyndin Borg – McEnroe fer beint í 15. sætið.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: