Framhald Valentine’s Day gerist á gamlárskvöld

Kvikmyndin Valentine’s Day verður ekki frumsýnd í kvikmyndahúsum fyrr en á föstudaginn næsta, bæði hér og í Bandaríkjunum. Það stoppar samt sem áður ekki hina framhaldsþyrstu framleiðendur í Hollywood, því búið er að ákveða að gera framhaldið New Year’s Eve.

Aðstandendur myndarinnar eru ekki að sóa neinum tíma því fyrsta uppkastið að handritinu er strax tilbúið. Myndin sjálf á samt ekki að koma í bíó fyrr en rétt fyrir gamlárskvöld 2011. Ef Valentine’s Day á svo eftir að ganga vel í bíó munu kvikmyndafyrirtækin eflaust tækla við fleiri hátíðir: jólin, páskana, bóndadaginn, þjóðhátíðardaginn og svo framvegis. Af nógu er að taka.

New Year’s Eve mun innihalda hluta af sama leikhópnum og í hinni en væntanlega ná að troða inn enn fleiri stórstjörnum. Fyrir Íslendinga ætti þessi nýja mynd að hljóma frekar vel því miðað við skotgleði okkar þá kunnum við miklu betur við gamlárskvöld en Valentínusardaginn. Enn sem komið er eru ekki einu sinni það margir sem halda upp á 14. febrúar hér á landi.

En til að minna fólk á hversu fáránlega mikið af stjörnum eru í Valentine’s Day þá er þetta aðalleikarahópurinn: Anne Hathaway, Patrick Dempsey, Julia Roberts, Jessica Alba, Jamie Foxx, Taylor Swift, Taylor Lautner, Jessica Biel, Ashton Kutcher, Jennifer Garner, Topher Grace, Queen Latifah, Bradley Cooper, Kathy Bates, Eric Dane, Hector Ellizondo, George Lopez Shirley MacLaine og Emma Roberts.

Framhald Valentine's Day gerist á gamlárskvöld

Kvikmyndin Valentine’s Day verður ekki frumsýnd í kvikmyndahúsum fyrr en á föstudaginn næsta, bæði hér og í Bandaríkjunum. Það stoppar samt sem áður ekki hina framhaldsþyrstu framleiðendur í Hollywood, því búið er að ákveða að gera framhaldið New Year’s Eve.

Aðstandendur myndarinnar eru ekki að sóa neinum tíma því fyrsta uppkastið að handritinu er strax tilbúið. Myndin sjálf á samt ekki að koma í bíó fyrr en rétt fyrir gamlárskvöld 2011. Ef Valentine’s Day á svo eftir að ganga vel í bíó munu kvikmyndafyrirtækin eflaust tækla við fleiri hátíðir: jólin, páskana, bóndadaginn, þjóðhátíðardaginn og svo framvegis. Af nógu er að taka.

New Year’s Eve mun innihalda hluta af sama leikhópnum og í hinni en væntanlega ná að troða inn enn fleiri stórstjörnum. Fyrir Íslendinga ætti þessi nýja mynd að hljóma frekar vel því miðað við skotgleði okkar þá kunnum við miklu betur við gamlárskvöld en Valentínusardaginn. Enn sem komið er eru ekki einu sinni það margir sem halda upp á 14. febrúar hér á landi.

En til að minna fólk á hversu fáránlega mikið af stjörnum eru í Valentine’s Day þá er þetta aðalleikarahópurinn: Anne Hathaway, Patrick Dempsey, Julia Roberts, Jessica Alba, Jamie Foxx, Taylor Swift, Taylor Lautner, Jessica Biel, Ashton Kutcher, Jennifer Garner, Topher Grace, Queen Latifah, Bradley Cooper, Kathy Bates, Eric Dane, Hector Ellizondo, George Lopez Shirley MacLaine og Emma Roberts.