Kvikmyndastjarnan Megan Fox mundar byssuna af mikilli fimi í nýrri leikinni stiklu fyrir nýjustu útgáfu af Call of Duty tölvuleiknum; Call of Duty: Ghosts.
Stiklan er ein mínúta og 44 sekúndur að lengd og er leikstýrt af James Mangold, leikstjóra The Wolverine.
Stiklan fjallar um fjóra félaga og einn hund, sem fara þungvopnaðir í átök í borg, úti í geimnum og í vetrarlandslagi. Fox kemur til sögunnar um miðja stikluna og bjargar einum manninum frá bráðum bana.
Herferðin sem þessi stikla tilheyrir gengur undir nafninu “There’s a Soldier in All of Us” eða það býr hermaður innan í okkur öllum.
Leikurinn kemur út eftir þrjá daga, eða þann 5. nóvember.