Föstudagsfundir ÍKSA

Föstudagsfundir Íslensku kvikmynda og sjónvarps akademíunnar hafa verið haldnir klukkan tólf að hádegi annað hvern mánudag. Þar er að jafnaði einn kvikmyndagerðamaður sem heldur klukkutíma fyrirlestur um eitthvað kvikmyndatengt. Þeir sem hafa nýlega komið fram eru meðal annars Baltasar Kormákur og Óskar Jónasson.

Land og synir tilkynntu í dag aukna dagskrá. Á vefsíðu þeirra www.logs.is segir:

Föstudagsfundir ÍKSA hafa verið
hálfsmánaðarlega í Þjóðminjasafninu í allan vetur. Þar hafa
leikstjórar, handritshöfundar, sjónvarpsstjórar og aðrir lykilmenn úr
bransanum komið og rætt um verkefni sín og hugmyndir. Fundirnir hafa
verið þokkalega sóttir og ávallt skemmtilegir. Ákveðið hefur verið að
bæta við tveimur fundum með leikstjórunum Einari Þór Gunnlaugssyni (Heiðin) og Ólafi Jóhannessyni (Stóra planið). Ennfremur mun Björn B. Björnsson koma og ræða þáttaröð sína Mannaveiðar. Fyrirhugaður fundur um málefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem vera átti næstkomandi laugardag, fellur niður og verður haldin í haust.

Fundaröðin fram að sumarhléi verður sem hér segir:
11. apríl: Einar Þór Gunnlaugsson og Heiðin.
25. apríl: Björn B. Björnsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Mannaveiðar.
9. maí: Ólafur Jóhannesson og Stóra planið.