Næsta kvikmynd Ben Foster verður drama að nafni The Messenger.
Um er að ræða sjálfstæða kvikmynd sem fjallar um vináttu ungan mann í bandaríska hernum (Foster) sem er látinn starfa með manni sem hann fyrirlítur. Hlutirnir flækast síðan þegar að hann fellur fyrir ekkju hermanns sem hann þekkti.
Ben Foster hefur heldur betur látið ljós sitt skína yfir árin, enda er hann einn efnilegasti leikari sinnar kynslóðar.
Persónulega er ég feginn að sjá strákinn taka að sér aðalhlutverki, en hann hefur stolið senunni í myndum á borð við 30 Days of Night, 3:10 To Yuma og Alpha Dog. Reyndar eiga þessar myndir það sameiginlegt að persónurnar sem hann lék voru ekki sérlega heilar á geði.
Foster mun með öllum líkindum standa sig frábærlega og þykir mér sjálfum ótrúlegt að þetta skuli vera sami maður og fór með hlutverk teprulega lúðans í afar gleymdri unglingamynd að nafni Get Over it.
Leikstjóri myndarinnar er Oren Moverman og verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í leikstjórasætinu. Hann einmitt pennaði Bob Dylan myndina I’m Not There ásamt Todd Haynes.

