Kvikmyndarisinn Warner Bros. Pictures gaf í dag út nýja stiklu fyrir gamanmyndina Blended, sem er þriðja myndin sem Adam Sandler og Drew Barrymore leiða saman hesta sína í.
Áður hafa þau skötuhjúin leikið saman í grínsmellunum 50 First Dates og The Wedding Singer.
Blended segir frá því þegar einstæðu foreldrarnir Lauren, sem Barrymore leikur, og Jim, sem Sandler leikur, fara á misheppnað blint stefnumót og ákveða eftir það að hittast aldrei nokkurn tímann aftur. En þegar þau kaupa sér hvort í sínu lagi ferðapakka ásamt börnum sínum á sama staðinn, án þess að vita af því, þá neyðast þau nú öll til að vera saman í lúxus safaríferð í Afríku í heila viku.
Aðrir leikarar í Blended eru Joel McHale, sem leikur fyrrum eiginmann Lauren, Mark, og Wendi McLendon-Covey, úr Bridesmaids, sem leikur besta vin Lauren, Jen. Þá koma einnig við sögu leikararnir Kevin Nealon og Jessica Lowe, sem leika rómantískt par í safaríferðinni. Þá leikur hinn kostulegi gaman/hasarmyndaleikari Terry Crews úr The Expendables 2, White Chicks og sjónvarpsþáttunum Best in Brooklyn, einnig í myndinni, sem syngjandi gestgjafi á hótelinu þar sem þau eru öll saman í fríi á.
Leikstjóri er Frank Coraci sem vann með Sandler og Barrymore í Wedding Singer og leikstýrði Sandler einnig í The Waterboy og Click.
Von er á myndinni í bíó þann 23. maí nk. í Bandaríkjunum.
Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: