Forsýning í kvöld: Cloud Atlas

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. nóvember, verður haldin sérstök forsýning á okkar vegum á stórmyndinni Cloud Atlas. Hún verður haldin í Háskólabíói kl. 20:00 og að vanda munum við sleppa hléi. Um er að ræða lokaða sýningu sem ekki er hægt að kaupa miða á en við erum að spreða frímiðum út í allar áttir og ef þú tekur þátt í leiknum okkar hér gæti heppnin verið með þér.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið kvikmyndir@kvikmyndir.is og segja hvað það er sem þú skoðar mest á Kvikmyndir.is og kl. 15:00 í dag fá heppnir vinningshafar sendan tölvupóst tilbaka.

Cloud Atlas er áhrifarík og tilfinningaþrungin stórmynd sem gerð er eftir metsölubók breska rithöfundarins Davids Mitchell, en handritsgerð og leikstjórn er í höndum Wachowski systkinanna sem gerðu Matrix myndirnar ásamt Tom Tykwer sem gerði m.a. Run Lola Run.

Þetta metnaðarfulla epíska þrekvirki nær yfir aldir og kannar hvernig hegðun og afleiðingar lífshlaups einstaklinga hafa víxlverkandi áhrif í fortíð, nútíð og framtíð. Spenna, leyndardómur og rómantík fléttast saman á dramatískan hátt þegar ein sál breytist úr morðingja í hetju og afleiðinga af einu góðverki gætir gegnum aldir og verða kveikja að byltingu í fjarlægri framtíð.

Myndin er einhver dýrasta framleiðsla sjálfstæðra aðila sem gerð hefur verið og nam kostnaðurinn um 100 milljónum dala og með aðalhlutverk fara stórstjörnurnar Tom Hanks, Halle Berry, Hugh Grant, Jim Sturgess, Susan Saradon, Hugo Weaving og Jim Broadbent.

Variety dómur:

„An intense three-hour mental workout rewarded with a big emotional payoff, „Cloud Atlas“ suggests that all human experience is connected in the pursuit of freedom, art and love. As inventive narratives go, there’s outside the box, and then there’s pioneering another dimension entirely, and this massive, independently financed collaboration among Tom Tykwer and Wachowski siblings Lana and Andy courageously attempts the latter, interlacing six seemingly unrelated stories in such a way that parallels erupt like cherry bombs in the imagination.“

 

Gangi þér vel og góða skemmtun!