Christina McDowell skrifaði opið bréf á dögunum þar sem hún gagnrýndi Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio fyrir að fegra ímynd Jordan Belford í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. McDowell horfði m.a. upp á föður sinn lenda í fangelsi því Belford svindlaði á honum og situr hún nú uppi með skuldirnar hans á bakinu.
Bréfið fól í sér mikla gagnrýni á hvaða skilaboð þeir væru að senda komandi kynslóðum með þessari kvikmynd, einnig nefnir hún fyrirlitningu á kvennmönnum og virðingaleysi gagnvart þeim sem urðu fyrir barðinu. Hefur hún gagnrýnt myndina harkalega og hvatt fólk til þess að sniðganga hana.
Gallery Books hefur nú gert bókasamning við McDowell út frá bréfinu og mun hún segja frá kynnum föður síns við Belford í smáatriðum og hvaða áhrif hann hafði á líf fjölskyldunnar.
Svo er bara að sjá hvort kvikmynd verði gerð út frá bókinni.