Þó að leikarinn Harrison Ford sé orðin 71 árs, þá hefur hann ekki gefist upp á einni frægustu persónu sinni, Indiana Jones.
„Við höfum séð persónuna vaxa og dafna í gegnum árin og það er fullkomnlega eðlilegt að hann mæti aftur á hvíta tjaldið, þó hann þurfi endilega ekki að slást eins mikið og í fyrri myndunum.“ segir Ford og heldur áfram „Það sem mér finnst heillandi við Indiana Jones er að hann er hugrakkur, ævintýragjarn og gáfaður.
Fjárshaglega væri fimmta Indiana Jones myndin ekki galin hugmynd, því sú fjórða kostaði 185 milljónir dala, en þénaði rúmar 800 milljónir dala á heimsvísu.
Kvikmyndirnar um Indiana Jones eru orðnar fjórar talsins, og leikur Harrison Ford í þeim öllum. Fyrsta myndin var Raiders of the Lost Ark en hún gerist upp úr 1930. Þar mætir Indiana Jones meðal annars nasistum í leit sinni að týndu örkinni. Næsta mynd var Indiana Jones and the Temple of Doom sem kom út árið 1984. Hún gerist að mestu á Indlandi og árið er 1935. Þriðja myndin var Indiana Jones and The Last Crusade en hún gerist árið 1938. Nýjasta myndin er svo Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem kom út árið 2008. Sú mynd gerist árið 1957 og hefur Indy elst nokkuð milli mynda.