Ford ekki lengur of gamall?

Steven Spielberg hefur margoft reynt að fresta tökum fjórðu Indiana Jones myndarinnar, en fyrir stuttu var það komið á hreinu að hann hefur ákveðið að hefja tökur mun fyrr en ætlast var. Harrison Ford kallinn er, eins og flestir vita, löngu kominn á sjötugsaldurinn og getur ekki endalaust beðið, og það hefur verið mikill vafi á því hvort maðurinn nái eitthvað að standa sig í hlutverkinu í þetta sinn.
Spielberg hefur greinilega velt sér upp úr þessu og hefur þess vegna harðbannað Ford að ganga gegnum líkamsþjálfun. Hann segist ekki vilja reyna að fela aldur Fords með að reyna að yngja persónu hans, heldur í staðinn vill hann að hetjan endurfæðist og sjáist í allt öðru ljósi (einhvers staðar hefur verið minnst á að hann verði meira í líkingu við rannsóknarlöggu)..

Það eru nú liðin 15 ár frá því að þriðja Indiana Jones myndin kom út og búist er við að sú fjórða verði frumsýnd einhvern tímann seint á næsta ári. Ekki þó gera ykkur alltof miklar vonir um það, þar sem allt fullt er að gera hjá Spielberg um þessar mundir með hina rándýru endurgerð, War of the Worlds með Tom Cruise, en þetta skýrist allt með tímanum…