Laugardaginn 21. september nk. er allri fjölskyldunni boðið í Bíó Paradís við Hverfisgötu á sýningu á lettnesku myndinni „Mamma, ég elska þig“ en myndin er sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð sem stendur til 29. september í Bíó Paradís.
Á undan sýningunni verða tónleikar og veitingar í boði. Myndin hefst kl 18:00, og verður hún sýnd með íslenskum texta, að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu.
„Mamma, ég elska þig“ fjallar um ungan dreng, Raimond, sem mætir ýmsum áskorunum í lífinu, þar sem hann þarf að standa á eigin fótum þar sem hann á í flóknum og viðkvæmum samskiptum við móður sína. Myndin hefur unnið til fjöldamarga verðlauna, meðal annars sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2013 og verðlaun evrópsku barnakvikmyndasamtakanna á kvikmyndahátíðinni í Zlin.