Kvikmyndin Fifty Shades of Grey, eða Fimmtíu gráir skuggar, trónir á trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu tæplega 6.000 manns myndina yfir helgina, en myndin var frumsýnd þann 13. febrúar. Myndin fjallar um hina saklausu Anastasiu sem dregst að auðmanninum Christian Grey. Með aðalhlutverk fara Dakota Johnson og Jamie Dornan.
Breska kvikmyndin Kingsman: The Secret Service fylgir fast á eftir í öðru sæti. Þegar einn af meðlimum leyni- og sérsveitarinnar Kingsman deyr þurfa þeir sem eftir eru að finna eftirmann hans og þjálfa hann upp. Myndin er stútfull af þekktum leikurum og má þar nefna Colin Firth, Samuel L. Jackson, Mark Hamill og Michael Caine.
Svampur Sveinsson hefur verið í toppsætum listans nú í þrjár vikur. Þessa helgina er engin breyting á og situr myndin The SpongeBob Movie: Sponge out of water í þriðja sæti listans. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta Svamps Sveinssonar kvikmyndin kom út, en hún hét einfaldlega SpongeBob SquarePants Movie. Svampur og hinn treggáfaði Pétur krossfiskur hafa alltaf notið mikilla vinsælda, bæði meðal barna og fullorðinna, en þættirnir voru fyrstu ódýru teiknimyndirnar frá Nickelodeon sem náðu viðlíka vinsældum.