Ný íslensk stuttmynd verður forsýnd á opnunarhátíð Tjarnarbíós þann 29. mars næstkomandi.
Stuttmyndin ber heitið Rof og er eftir listahópinn Vinnsluna. Myndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra frá við færumst rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem skotin hefur verið svo djúpt ofan í lóðréttum eldgíg.
Sagan fjallar um ferðalag ungrar stúlku í gegnum eldfjall og uppá yfirborð jarðar með hjálp manns sem með visku sinni undirbýr stúlkuna fyrir það sem koma skal. Myndin hefst í dimmum helli í um 170 metra neðan yfirborðs jarðar, en á ferðalagi sínu upplifir stúlkan mikilfenglega litadýrð og steinmyndanir sem maður á bágt með að trúa að séu af okkar heimi.
Um leikstjórn og hugtaka- og textagerð fara María Kjartansdóttir og Vala Ómarsdóttir. Í aðalhlutverkum eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Hera Lind Birgisdóttir.
Hér má nálgast miða á opnunarhátíð Tjarnarbíós, þar sem myndin verður sýnd.