Aðdáendur Assassin´s Creed tölvuleiksins vinsæla, haldið ykkur fast! Fyrsta myndin af Michael Fassbender í hlutverki sínu í myndinni var birt nú um helgina.
Persóna Fassbender í myndinni heitir Callum Lynch, en það sem vekur athygli er að sú persóna hefur aldrei komið við sögu í tölvuleiknum sjálfum, og var búin til sérstaklega fyrir myndina.
Lynch kemst að því að hann er skyldur leynilegu samfélagi leigumorðingja, sem leiðir til þess að hann upplifir sögu forföður síns Aguilar, sem bjó á Spáni á 15. öldinni. Kynni hans af Aguilar hjálpa honum í baráttunni við Knights Templar í nútímanum.
Aðrir helstu leikarar eru Marion Cotillard, Michael Kenneth Williams og Ariane Labed.
Tökur hefjast nú í vikunni á Möltu, í London og á Spáni.
Fassbender sést næst á hvíta tjaldinu í Steve Jobs myndinni Steve Jobs, sem kemur í bíó 9. október nk. og þar á eftir er það Macbeth, en þar leikur Cotillard, einnig á móti honum. Sú mynd er einnig væntanleg á þessu ári.
Assassins Creed er væntanleg í bíó í desember 2016.