Warner Bros. kvikmyndaverið gengur nú á eftir gamanleikaranum Will Farrell í þeirri von um að hann samþykki að taka að sér aðalhlutverk endurgerðar sjónvarpsþáttanna Get Smart. Þættirnir eru frá 7. áratugnum og fjalla um misheppnaða spæjarann Agent 86 sem reynir að bjarga heiminum frá undirheimasamtökunum KAOS með aðstoð ýmissa furðulegra tækja og tóla. Fyrir utan þessa mynd er Farrell með gæluverkefni sitt Anchor Man, Old School 2 og mótorhjólamynd með Jack Black á döfinni.

