Eftir að hafa stokkið aftur í tíma, frá árinu 2006 til ársins 1979, á milli fyrstu seríu og annarrar seríu, þá mun þriðja serían af sjónvarpsþáttunum Fargo fara fram í tímann á ný, og gerast á eftir atburðunum í fyrstu seríu.
Búið er að samþykkja framleiðslu á þriðju seríu þessara frábæru þátta, en sýningar á annarri seríu eru langt komnar í Bandaríkjunum þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt frétt Entertainment Weekly þá mun 3. serían gerast tveimur árum á eftir fyrstu seríunni, nánar tiltekið á hrunárinu 2008.
Framleiðandi þáttanna, Noah Hawley, sagði í samtali við tímaritið, að mögulega myndu einhverjar persónur úr fyrstu þáttaröðinni mæta aftur til leiks. „Það verða einhverjar tengingar, líkt og fyrsta þáttaröðin var lauslega tengd myndinni [ Fargo ], og seinni þáttaröðin var tengd þeirri fyrstu.
Spurningin er því nú, mun Allison Tolman mæta aftur til leiks í hlutverki lögreglukonunnar Molly Solverson? Eða mun Keith Carradine snúa aftur í hlutverki Lou, föður hennar?