Kvikmyndaleikarinn Mordecai Lawner, sem lék í hinni sígildu Woody Allen mynd Annie Hall, fékk hjartaáfall og dó á Lenox Hill spítalanum í New York um helgina. Hann var 86 ára gamall.
Í Annie Hall, frá árinu 1977, lék Lawner föður persónu Allen, Alvy Singer. Í endurliti aftur í tímann aftur til barnæsku Singer ( sjá meðfylgjandi mynd ) þar sem fjölskyldan bjó undir rússíbana á Coney Island, þá sést Lawner vera að hnýta í eiginkonu sína fyrir að hafa rekið ræstingarkonuna.
„Hún á enga peninga!“ sagði hann. „Hún hefur rétt á því að stela frá okkur! Þegar öllu er á botninn hvolft, hverjum getur hún stolið frá ef hún getur ekki stolið frá okkur?“
Aðrar myndir sem Lawner lék í voru meðal annars Ghostbusters 2 og A Fish in the Bathtub.
Þá lék hann reglulega á sviði í leikhúsum á Broadway og utan Broadway ( Off Broadway ).
Hann lék oft með eiginkonu sinni Eugeia Thornton sem lést árið 2005. Þá kenndi hann leiklist við nokkra skóla.
Hann bjó á Manhattan í New York nær allt sitt líf.
Hann lætur eftir sig Carol Hershman, Bruce Birnbaum, Francine Falk Ross, Pamela Falk, Deborah Birnbaum og Sarah og Mitchell Langbert, ásamt ýmsum frændum og frænkum.