Family Guy mynd innan árs

Höfundur Family Guy þáttanna, Seth MacFarlane, gaf það upp í nýliðnu viðtali að Family Guy: The Movie yrði klárlega að veruleika innan árs. Ástæðan fyrir því að hann vill gera þessa mynd er að hann vill hafa svæsnari atriði, málfar og grófari skemmtun en leyfð er í þáttunum.

„Við viljum gera mynd, og síðustu 6 mánuði höfum við verið að tala alvarlega um að gera hana. Þetta er klárlega okkar stóra verkefni næsta árið. Að gera þættina er eitthvað sem heldur okkur uppteknum 7 daga vikunnar en við munum reyna að troða myndinni inn einhversstaðar. Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig myndin á að vera og þessar hugmyndir eru eitthvað sem ég má ekki gera í þáttunum“ sagði MacFarlane í viðtalinu.

Aðspurður hvort það yrði nekt í Family Guy: The Movie sagði hann „Ójá!“.

Ef þið smellið hér þá má sjá myndbandsviðtal við snillinginn, þar sem hann m.a. spoilar það sem mun gerast í næstu þáttum.