Í teiknuðu söngva- og gamanmyndinni Ósk, eða Wish, býður Walt Disney teiknimyndastúdíóið okkur í heimsókn til hins töfrandi konungdæmis Rosas þar sem Asha, klár stúlka og föst fyrir, býr. Einn daginn óskar hún sér svo heitt að himingeimurinn svarar – lítill orkubolti, Stjarna, birtist utan úr geimnum
Saman mæta nýju vinirnir helsta óvini Rosas, Magnifico konungi, og reyna að hjálpa samfélaginu. Þar sannast að þegar sterkur vilji einnar manneskju tengist orku stjarnanna geta ótrúlegir hlutir gerst.
Í myndinni fer Óskarsverðlaunaleikkonan Ariana DeBose með hlutverk Asha, Chris Pine er King Magnifico og Alan Tudyk leikur gælugeitina Valentino.
Með helstu hlutverk í íslensku útgáfunni fara: Asha – Stefanía Svavarsdóttir, Magnifíkó kóngur – Guðjón Davíð Karlsson, Valentínó – Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Amaya drottning – Þórunn Lárusdóttir, Dalía – Aldís Amah Hamilton, Gabó – Kjartan Darri Kristjánsson, Sabínó – Guðmundur Ólafsson, Sakína – Þórunn Erna Clausen, Símon – Ari Ísfeld Óskarsson, Hal – Katla Þórudóttir Njálsdóttir, Daríó – Oddur Júlíusson,
Safí – Haraldur Ari Stefánsson og Basíma – Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir
Aukahlutverk: Margrét Eir Hönnudóttir, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Lísa Einarsdóttir, Jón Svavar
Jósefsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Gunnar Erik Snorrason, Króli, Iðunn Eldey Stefánsdóttir
Sjö ný lög
Sjö ný lög eru flutt í myndinni. Þau eru öll eftir Grammy verðlaunahafana Julia Michaels og Benjamin Rice.
Jennifer Lee, sem stýrir handritsteyminu, segir að ekkert afl í alheimi sé sterkara en einhver með sanna ósk í hjarta. „Þessi mynd fjallar svo sannarlega um að stórum óskum geta fylgt miklir erfiðleikar. Vonandi verður hún til þess að hvetja fólk til að gefast aldrei upp.“
Annar tveggja leikstjóra er Chris Buck. Hann stýrði einnig Frozen og Frozen 2. Buck byrjaði hjá Disney sem teiknari í teiknimyndadeildinni og lærði hjá Disney goðsögninni Eric Larson.
Þegar Buck byrjaði að þróa hugmyndina ásamt Lee, var hann 100% fókuseraður á verkefnið. „Þetta er í genunum mínum,“ segir Buck. „Við vildum gera kvikmynd sem kinkaði kolli til arfleifðar Walt Disney en ætti í samtali við daginn í dag, sem er einmitt eins og hann hefði hugsað það. Disney var alltaf að þenja út hugmyndirnar og reyna á þolmörkin.“
Hér segir frá hinni ungu Asha sem óskar sér og fær beinskeittara svar en hana hafði nokkru sinni órað fyrir þegar óþekk stjarna kemur til hennar beint af himnum ofan....
Buck segir að sagan fjalli um hvað það þýði að óska sér. “Þegar þú óskar þér og blæst á kertin á afmæliskökunni segja allir, “Ekki segja neinum!” en ég held að við ættum samt að óska okkur og láta alla vita. Það er fólk þarna úti sem getur beint okkur í rétta átt. Sjálfan langaði mig alltaf að vinna hjá Disney, og ég sagði öllum frá því í menntskóla. Faðir vinar míns vann í Disneylandi og sagði, “ég get reddað þér viðtali í myndverinu; ég þekki Eric Larson. “ Ég fékk viðtalið og það leiddi mig í CalArts listaháskólann ( sem Walt Disney er annar stofnandi að). Þannig að ég segi; hrópið óskina ykkar á torgum og látið alla vita hvað þið viljið.”
Asha á sama máli
Svo virðist sem Asha sé á sama máli, þó hún kjósi frekar að syngja sína ósk.
Eins og Buck útskýrir er Rosas ævintýraeyja við strendur Iberiaskagans. Þar býr samheldið samfélag undir stjórn Magnicifo konungs. “Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til að segja konunginum óskir sínar sem lofar að passa upp á þær,” segir Buck. „Þau þurfi ekki að óttast neitt því hann muni einn daginn tryggja að óskirnar rætist. “
Samkvæmt hinum leikstjóra myndarinnar, Fawn Veerasunthorn, gleymir fólk óskunum um leið og það segir Magnifico þær. “Hann telur að það sé allt of mikil vinna fyrir fólk að reyna sjálft að láta draumana rætast. Það gæti haldið því andvaka. Það þurfi mikinn aga og staðfestu. Ósk sem ekki rætist valdi sársauka. Hann vill taka þær áhyggjurnar í burtu.”
Magnifico er stjórnsamur og vill ráða hvaða óskir rætast og hverjar ekki, segir Veerasunthorn. “Asha kemst að því að allar óskir sem eru of stórar og metnaðarfullar eða ógna konunginum með einhverjum hætti, rætast aldrei. Það þýðir að stór hluti fólks í Rosas mun aldrei fá óskir sínar og drauma uppfyllta. Það sorglegasta er að þau vita ekki einu sinni af hverju þau eru að missa. Þegar Asha kemst að þessum sára sannleika um Magnifico og óskirnar getur hún ekki setið aðgerðalaus hjá. Þá ákveður hún að snúa sér til stjarnanna.“
Táknar bjartsýni
Ósk Asha verður til þess að stjarnan Stjarna kemur af himnum ofan. Buck segir: “Þetta er orkubolti sem táknar von, ljós og bjartsýni, sköpun og ímyndunarafl – allt sem Walt Disney sálugi stendur fyrir hér í kvikmyndaverinu.”