Everest aftur á toppinn!

Everest er gríðarlega vinsæl hjá Íslendingum, en myndin skýst nú aftur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, og hefur þar með setið þar alls í fjórar vikur, en myndin fór niður í annað sæti listEVERestans í síðustu viku.

Önnur aðsóknarmesta myndin er ný á lista, Pan, um ævintýri Péturs Pan, drengsins sem vildi ekki verða fullorðinn. Í þriðja sæti er svo toppmynd síðustu viku, Klovn Forever, grínmynd dönsku æringjanna og Íslandsvinanna Casper og Frank.

Fimm nýjar myndir komast á listann til viðbótar þessa vikuna. Crimson Peak fer beint í sjöunda sætið, The Walk sest í það níunda og íslenska verðlaunamyndin Þrestir fer beint í tíunda sætið.

Heimildarmyndin Jóhanna: Síðasta Orrustan fer beint í 16. sætið og danska myndin Stille Hjerte sest í það 17.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice