Glæný stikla fyrir ofurhetjumyndina X-Men: Days of Future Past var að koma út. Eins og kemur fram í stiklunni þá heyjar X-Men hópurinn stríð til að koma í veg fyrir útrýmingu stökkbreyttra í tveimur tímabeltum. Persónurnar úr upprunalegu X-Men myndunum slást í hóp með yngri útgáfum af sjálfum sér úr X-Men: First Class, í sögulegum bardaga sem verður að verða til þess að fortíðin breytist – til að framtíðin bjargist.
„Ætla örlögin okkur að tortíma hverju öðru? Eða getum við breyst og staðið saman? Er framtíðin virkilega ákveðin?“
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan með íslenskum texta:
Myndin verður frumsýnd á Íslandi 21. maí nk.