Lionsgate framleiðslufyrirtækið, sem nýlega tilkynnti að það ætlaði að frumsýna Hercules: The Legend Begins, með Kellan Lutz í aðalhlutverkinu, í febrúar nk., hefur ákveðið að flýta enn frumsýningunni í Bandaríkjunum og sýna myndina 10. janúar nk. en þá helgina yrði myndin eina myndin sem frumsýnd verður í mikill dreifingu um allt land
Upphaflega dagsetningin var 7. Febrúar, en á þeim degi eru tvær aðrar myndir í mikilli dreifingu frumsýndar, Lego myndin og Monuments Men, með George Clooney.
Hercules: The Legend Begins er þar með komin með sex mánaða forskot á hina Hercules myndina, Hercules, með Dwayne Johnson í titilhlutverkinu.
Leikstjóri Hercules: The Legend Begins er Renny Harlin. Sagan segir frá því þegar Herkúles er svikinn af konungi sínum, seldur í þrældóm og þarf að berjast fyrir frelsi sínu til að geta komist heim til sinnar heittelskuðu, prinsessunnar af Krít, sem Gaia Weiss leikur.