Kvikmyndaframleiðendur keppast nú um að láta bíógesti vita betur hvað muni bíða þeirra núna í haust, því plaköt eru að hrynja inn úr öllum áttum, bæði bíóplaköt og svokölluð karakter-plaköt.
Núna getið þið einnig séð karakter-plaköt fyrir tvær afar ólíkar myndir. Önnur er The Three Musketeers, sem er nýjasta mynd leikstjórans Paul W.S. Anderson (Resident Evil, Death Race). Hin myndin er A Very Harold & Kumar 3D Christmas, sem er þriðja myndin í röðinni um þá félaga. Myndirnar eiga víst ekkert sameiginlegt annað en það að þristur kemur sterklega fram í báðum titlunum.
Skrollið, lítið á og kannið hvort þetta gerir ykkur eitthvað spenntari fyrir þessum myndum.
THE THREE MUSKETEERS:
A VERY HAROLD & KUMAR 3D CHRISTMAS: