Enn eitt Batman plakatið

Framleiðendur Batman Begins eru búnir að skemmta sér ógurlega við það að dreifa endalausum runum af veggspjöldum fyrir myndina. Hins vegar er hér komið nýtt og – að flestra (þ.á.m. mínu) mati – það allra flottasta. Held að það sé öruggt að stimpla þetta lokaplakatið.
Plakatið sýnir a.m.k. vel hvernig Christopher Nolan hefur tekið þetta klassíska fyrirbæri og gert því að einhverju sem við höfum aldrei séð á hvíta tjaldinu áður, og má augljóslega búast við stórgóðu andrúmslofti. Myndin ratar hingað í júní.